Sumar undantekningar eru betri en aðrar

Gjarnan er sagt að ekki skuli blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Undir flestum kringumstæðum get ég tekið undir það. Hins vegar veigraði umheimurinn í tilfelli S-Afríku sér ekki við að meina einstaklingum þaðan að keppa á alþjóða vettvangi þegar aðskilnaðarstefnan var enn við lýði. Innrás, herseta, þjóðernishreinsanir, skipuleg eyðilegging menningarverðmæta og nauðungarflutningar í Tíbet hljóta að jafnast á við ástandið í S-Afríku, en hugsanlega er það enn verra. Kúgun Kínverja er svo vel heppnuð að jafnvel frelsishetjan Dalai Lama biður Kínverja ekki um sjálfstæði, heldur sjálfræði (autonomy) í eigin málum.

Kínverjar gengust undir skilyrði um bætt mannréttindi og aukið fjölmiðlafrelsi þegar ákvörðun um að þeir fengju að halda Ólympíuleikana var tekin. Það var forsenda þess að þeir fengju að halda leikana. Er einhver sem fylgir þessu eftir, einhver sem getur gert eitthvað í málinu? Ég hef sagt það áður að umheimurinn mun gleyma örlögum Tíbetbúa að mestu innan tíðar en mikið vona ég að fleiri andófsmenn nái að trufla ferð ólympíueldsins til Kína og enn betra væri nú að íþróttamenn á leikunum sjálfum myndu sýna samstöðu með áþján tíbetsku þjóðarinnar, því afar fáar þjóðir hafa gagnrýnt Kínverja fyrir framferði sitt, Íslendingar hafa m.a. þagað sínu þunna öryggisráðshljóði.


mbl.is Útsending rofin frá Ólympíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðindafólk þessir Tíbetbúar að ætla að skemma Ólympíuleikana.  Það er vel skiljanlegt að kínverskir ríkisfjölmiðlar hafi rofið útsendingar.  Fólk settist náttúrlega fyrir framan skjáinn til að fylgjast með tendrun Ólympíueldsins en ekki til að hlusta á nöldrið í einhverjum Tíbetum.

oli (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Ólafur Als

- það er seint hægt að gera öllum til hæfis, oli. En nú vita menn e.t.v. hverju þeir eiga von á í framtíðinni.

Ólafur Als, 24.3.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband