28.3.2008 | 17:07
Danskir víkingar orðnir að þægum þegnum velferðarinnar
Danir hafa nú ekki gengið jafn mikið upp í þessum hamingjutitli og Íslendingar gerðu fyrir nokkrum árum síðan. Að vísu hafa fjölmiðlar fjallað lítillega um málið og umfjöllun 60 minutes í bandarísku sjónvarpi var sýnd sérstaklega. Þar var ungt fólk m.a. spurt hvað hugsanlega lægi að baki allri þessari hamingju og var helst á þessu unga fólki að skilja að Danir þyrftu ekki að vinna mikið né hafa metnað í þá veru. Væntingarnar væru því afar hófsamar, nánast raunsæjar. Niðurstaðan var í raun sú að afkomendur víkinganna liði vel í fangi velferðarkerfisins og enginn þyrfti að skara fram úr.
Ekki er ég viss um að hugmyndafrædi víkinganna falli ad þessari útvötnuðu sýn danskra ungmenna á tilverunni. Það hefur alla vega tekið eitt túsund ár að draga úr þeim vígtennurnar og þökk sé velferð upp á kratíska vísu eru allir á góðri leið með að verða eins - væntanlega jafn hamingusamir. Við sem búum hér vitum betur, enda hrjáir þetta samfélag flest það sem þekkist annars staðar. Hins vegar má vel halda því fram að skattkerfið gerir það að verkum að enginn nennir að vinna umfram hið allra nauðsynlegasta. Vera má að það geri Dani svona lykkelige en eins og í tilfelli okkar á sínum tíma geta menn sagt hvað sem er til þess að fegra svona gervititla.
Fengu hamingjuna í arf frá víkingunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Athugasemdir
Hrafnkell,
Fyrst og fremst er fyrir mestu að fólk finni sér eigin farveg í lífinu og hafi tækifæri til þess að finna sitt skjól í tilverunni. Í Danmörku er mönnum í mun að móta sem flesta í sama form hvað þetta varðar og þeir skilja ekki að sumir vilji annað og "meira".
Ef því er að skipta eru all margir sem ekki lifa glæsilífi á sínu kaupi hér í Danmörku, ekki frekar en þeir sem lifa af strípaðri verkamannadagvinnu á Íslandi. En þá hafa menn alla vega möguleika á því að gera eitthvað í því heima og er ekki refsað fyrir það.
Eins og gefur að skilja eru ekki sömu hlutir sem kveikja í Íslendingum og Dönum, fyrir utan það sem sameinar okkur öll, en væntanlega geta Danir sannfært sjálfa sig um eigin hamingju, líkt og Íslendingar geta og gera ef þeir eru á þeim buxunum.
Ólafur Als, 30.3.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.