Evrópskir stjórnmálamenn margir andvígir málfrelsi

Einhverra hluta vegna grunar mig að Evrópubúar séu svo uppteknir af því að makka við pólitíska rétthugsun að þeir seú tilbúnir til þess að gefa eftir við sérhverri hótun frá islömskum heimi um ofbeldi. Fjölmargir evrópskir stjórnmálamenn fordæma myndina harðar en þá sem hóta ofbeldi eða dauðföllum vegna þess að myndin var yfirhöfuð birt. Á vesturlöndum skulu menn haga orðum sínum eftir fólki sem lítur á okkar heimshluta sem ógn við þeirra tilveru. Lýðræðið og yfirleitt tilvist okkar er þeim mörgum þyrnir í augum og hefur verið allt fra dögum krossferðanna, líkt og kom fram í máli prófessors frá Kaupmannahafnarháskóla í umræðu hér í Danmörku um mynd Wilders.

Umheimurinn hefur að stórum hluta fordæmt myndina. Stjórnmálamenn evrópskir tala margir um hve nauðsynlegt sé að halda uppi viðræðum og bættum samskiptum. Til þess að bæta ímynd Vesturlanda í arabískum og islömskum heimi virðast sömu stjórnmálamenn reiðubúnir til þess að fórna málfrelsinu. Þeir segjast að vísu ekki vilja fórna því, menn mega bara ekki nota það til tess að móðga aðra, sérstaklega ekki sárreiða Islamista. Hér eru menn vitanlega komnir í hring, því hvers virði er frelsi ef það er múlbundið á klafa pólitískrar rétthugsunar? Ef ekki er hægt að fara út fyrir normið og skvetta ærlega úr klaufunum og gagnrýna er réttur okkar til tjáningar lítils virði.

Liggur ekki fyrir að áberandi og öflugur hluti hins arabíska og islamska heims dvelur á miðöldum? Með trú sína að vopni halda þeir uppi stjórnkerfi sem líkja má við myrkar miðaldir fremur en nokkuð sem kenna má við lýðræði eða mannlega reisn. Fjölmargir trúarleiðtogar Islam, háir sem lágir, boða ofbeldi og dauða, jafnvel á meðal muslima sem búa á Vesturlöndum. Ef mynd Wilders, Fitna, hefur móðgað þetta fólk hefði ég undir öllum kringumstæðum fagnað en þá ber svo við að hótanir þessa fólks ber að taka alvarlega. Þeim hefur tekist að múlbinda Vesturlönd, því við skjálfum á beinunum og beinum spjótum okkar að Wilder en ekki hatursöflunum sem við viljum ekki styggja.


mbl.is „Fitna" fjarlægð af netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er gott að að ennþá er til fólk sem vill verja réttinn til að móðga, helvítis drullusokurinn þinn, allt vel meint. 

Björn Heiðdal, 29.3.2008 kl. 11:59

2 Smámynd: Ólafur Als

Skúli,

Takk fyrir athugasemdina - e.t.v. var ég að hluta að vitna í "upphlaup" evrópskra stjórnmálamanna - en að öðru leyti vona ég að þú hafir rétt fyrir þér um veika stöðu þessara klerka sem boða ofbeldi og dauða.

Ég geri ráð fyrir að Björn hafi verið að notfæra sér málfrelsið til fyndni ...

Ólafur Als, 29.3.2008 kl. 12:11

3 identicon

Vestrænir stjórnmálamenn virðast vera svo hræddir við öfgamenn að þeir ætla að færa þeim frelsið okkar á silfurfati

DoctorE (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 12:32

4 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Ég sé ekki betur að þetta eru myndbrot úr fréttum, myndbrot  frá múslímskum terroristum og yfirlýsingar frá múslímum sjálfum í dagblöðum í Hollandi sem höfundur hefur tekið saman. Hvað ætti að móðga þá ? Þeirra eigin orð?    Verðum við ekki bara vona að þeir láti af jiddah eða hvað það heitir eins og við lögðum niður krossferðirnar

Jóhanna Garðarsdóttir, 29.3.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Sæll Skúli,

Þessi sending var ekki ætluð þér enda mjög dónaleg eða þannig.  Ég hef stofnað samtök grínbloggara sem taka sig alvarlega og þætti vænt um ef þú vildir vera með?  Allir mega vera með í félaginu og þurfa ekki að skrá sig frekar en þeir vilja.

Kveðja,

Björn Heiðdal, 29.3.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband