Allir í svaka stuði

Jæja, jæja. Ekki munu menn verða móðir af því að hlaupa þennan apríl. Reyndar grunaði mig í morgun að aprílgabbið fæli í sér óskar um að knésetja íslenskt efnahagslíf, en ef til vill hefur sumum þótt það höggva of nærri ímynduðum sannleika á því sviði. Reyndar eru svo margir orðnir vel að sér í að vita lítið sem ekkert um efnahagsmál , m.a. í bloggheimi, að vekur eftirtekt. Rödd þeirra sem hafa eitthvað til málanna að leggja drukknar í flóði misvitra gasprara sem leggja eitt til í dag en annað á morgun.

Hvort sem um aprílgabb hjá mbl.is er að ræða eða ekki, má segja að hér impra menn á afar þörfu rannsóknarverkefni. Í iðrum jarðar og fallvötnum landsmanna bíður orka sem hægt væri að nota til þess að annað hvort framleiða vetni eða rafmagn til þess að knýja rennifáka og jafnvel veiðiskip landsmanna!


mbl.is Rafmagnið er framtíðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta

Sæll Óli

Þetta er dagsatt og löngutímabært.  Eitt af okkar stefnumálum er að nota innlenda orku í samgöngur og draga þar emð úr innflutningi á olíu og rafmagninu fylgir enginn mengun umfram það sem verður til við framleiðslu. Þetta er því ólíkt etanóli, metanóli og að ekki sé minnst á BíóDísel sem er einungis nýmynduð olia. Við brennslu á þeim verður til koldíoxíð.

Framtíðarsýnin er  samgöngur á innlendum orkugjöfum, hvort sem eru bílar eða lestir.

Ásta , 1.4.2008 kl. 13:38

2 identicon

Sæll, Ólafur.

Allt dagsatt - fólk ætti ekki að vera svona paranoid með þennan blessaða dag (-:

Um rafmagnsbílana sem við flytjum inn má lesa hér: www.perlukafarinn.is/reva

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Ólafur Als

Sæl Ásta,

- þú vitnar í "okkar stefnumál", átt væntanlega við pólitískan boðskap þíns flokks. Reyndar er ég ekki einn þeirra sem óttast koldíoxíðútblástur, er t.d. með meiri áhyggjur af minni virkni sólarinnar næstu áratugina og mögulegri kölnun í veðurfari því samfara. Í mínum huga er um hagkvæmnimál að ræða en ef það verður til þess að friðþægja Al Gore og pólitíska rétthugsun á meðal margra í vísindasamfélaginu er það hið besta mál. En fyrir alla muni bíða með stóra drauma um lestarsamgöngur.

Gangi þér allt í haginn, Ásta.

Sæll Bragi,

ég kíkti á bílana og enn sem komið er þykja mér þeir dýrir. Svo eru þeir svo ári ljótir. En hver veit nema í framtíðinni við munum sjá rafmagnsbíla sem fullnægja fleiri þörfum en bara að koma okkur á milli A og B.

Ólafur Als, 1.4.2008 kl. 15:07

4 identicon

Dýrir bílar?  Mér gekk nú ansi illa að finna ódýrari nýjan bíl á vefsíðum hinna ýmsu bílasala.  Þessi bíll kostar t.d. jafn mikið og Nissan Micra.  Svo má ekki gleyma að maður sparar að minnsta kosti 10 þúsund kall á mánuði í bensínkostnað, og það er nú fljótt að safnast saman...

Ef ég byggi enn á klakanum og vantaði bíl, myndi ég ekki hika við að fá mér einn rafmagns!  Olíuverðið er ekkert á leið niður í bráð, og ég vona að enn meira verði gert til að auka hlunnindi við þá sem velja umhverfisvænni bíla.

Rebekka (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband