Lækka álögur og slá á hækkun fasteignalána

Að mörgu leyti er hér um jákvæðar fréttir að ræða. Gott er til þess að vita að hagsmunaaðilar reyni að halda aftur af skriðu verðlagshækkana og það er jákvætt að stjórnvöld ljái því eyra. Einungis ríkisstjórnin og alþingi hafa það í hendi sér að slá á þessar verðhækkanir, svo nokkru nemi, rifrildi um hvenær og hve mikið kaupmenn mega hækka sínar vörur er í raun aukaatriði sé til lengri tíma litið. En vitanlega er gott að hafa auga með verðlagningunni, og ekki bara um þessar mundir.

Helstu ráðin til þess að milda áhrifin af hækkunum erlendis frá er með aðgerðum sem annars vegar fela í sær lækkun opinberra gjalda á innfluttar vörur. Hins vegar að koma í veg fyrir víxlverkun vísitalna, þ.e. hækkun lánskjaravísitölunnar og þar með fasteignalánin. Fjölmörg heimili og einstaklingar munu fara illa út úr þessu verðbólguskoti ef lánin hækka samhliða verðlagi. Eins og gefur að skilja munu kauphækkanir ekki geta fylgt þessari hrinu eftir, nema menn vilji kalla gamla verðbólgudrauginn yfir sig og þeim eltingarleik kaupgjalds og verðlags sem því fylgdi.


mbl.is ASÍ og neytendur á fundi í viðskiptaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband