2.4.2008 | 13:37
Skaphundurinn McCain - Obama saxar á forskotið í Pennsylvania
Eftir mikinn ærslagang hjá Demókrötum í síðustu viku hefur heldur róast þeirra á meðal. Á sama tíma hefur McCain styrkt stöðu sína á meðal flokksmanna sinna jafnframt því að gera hosur sínar grænar fyrir óákveðnum kjósendum. Nýjustu skoðanakannanir virðast staðfesta þetta en sé litið til einstakra ríkja er baráttan mjög jöfn. Skv. Rasmussen munu Demókratar hafa forskotið í ríkjum með 190 fulltrúa en Repúblikanar 189. Um 104 fulltrúar tilheyra ríkjum þar sem munurinn er lítill og 55 fulltrúar þar sem staðan er nánast hnífjöfn. Fyrir um mánuði síðan var staðan mun vænlegri hjá Demókrötum, 239-189. Sé tekið tillit til ríkja þar sem munurinn er lítill er staðan 243-240 fyrir Demókrata, en fyrir mánuði síðan leiddu þeir með 284-229. Eins og af tessum tölum má ráða hafa Repúblikanar verið að ná sér á strik í ríkjum þar sem munurinn til þessa hefur ekki verið mikill.
McCain er sagður skapmikill og á það til að stökkva upp á nef sér. McCain segir þetta ekki há sér, hann hafi sem dæmi þurft á jafnaðargeði að halda í störfum sínum á þingi, þar sem hann hefur m.a. unnið að málefnum sem hafa sameinað Repúblikana og Demókrata. Reyndar segir McCain að þess sé ætlast af honum að hann bregðist ókvæða við í sumum málum, s.s. þegar kemur að spillingu hjá hinu opinbera og bruðli með almannafé. Hann hefur m.a. sagt að hann ætlist til þess að fólk þjóni landi sínu fyrst og fremst en setji sérhagsmunina í annað sæti. Á síðasta ári kallaði hann ókvæðisorð (Fuck you!) til samherja síns frá Texas, John Cornyn, í umræðu um innflutningsmál en bað hann snarlega afsökunar. Síðan þá hefur Cornyn lýst yfir stuðningi við McCain!
Helstu tíðindin hjá Demókrötum verður að teljast að Obama hefur saxað all verulega á forskot Clintons í Pennsylvaniu. Skv. nýjustu könnun hjá Rasmussen munar ekki nema um 5 hundraðshlutum á þeim. Á einum mánuði hefur stuðningur við Clinton hjá Demókrötum farið hægt en bítandi niður á við, úr 52% í um 47%. Á sama tíma hefur Obama sótt í sig veðrið og virðist nú njóta stuðnings 42%, frá um 37% fyrir mánuði síðan. Á landsvísu leiðir Obama enn en munurinn virðist ekki mikill. Sem stendur hefur Obama samtals stuðning 1.626 fulltrúa á móti 1.486 hjá Clinton. Ef Clinton sigrar ekki Obama í Pennsylvaniu með meiri mun en þessar tölur gefa til kynna er ljóst að yfirlýsingar hennar um að hún gefist ekki upp fyrr en í fulla hnefana eru óraunhæfar í besta falli.
Byrjaður að leita að varaforseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Facebook
Athugasemdir
Skemmtileg grein!
Jóhann Sig (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:27
Blessadur Oli Johann thekki thig nu ekki!!!! thu gleymdir at seigja fra thvi ad macarinn vinur thinn er nu ordinn ansi gamall og aetti ad reyna vid eitthvad annad en thad sem hann saekist eftir !! annars bestu kvedjur fra Phuket
Saemi (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.