Það birtir til um síðir ...

Eitt af því sem gerir Reykjavík fallega á sólríkum vordögum er yfirstaðin hreinsun á götum og stígum borgarinnar. Um þetta leyti er borgin alla jafna í sínum ljótustu klæðum, gráir, brúnir og gulir litir einkenna borgarumhverfið. Göturnar gatslitnar og bílarnir drullugir upp fyrir húdd. Þær eru stundum grámyglulegar stundirnar í borginni áður en hún klæðist grænku vorsins og áður en hreinsunardeildin hefur lokið sinni árvissu vorhreinsun. Í ofanálag hvílir efnahagsdrungi yfir mörgum en vonandi nær hækkandi sól að kreista fram einstaka bros á næstunni. Í stað sunnudagsbíltúrs með fjölskyldunni er ekki úr vegi að fara í göngutúr um hreina göngustíga og gefa bensínhækkunum langt nef og e.t.v. kynnast í leiðinni fjölmörgum útivistarperlum borgarinnar.


mbl.is Borgin kemur illa undan vetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Fyrsti ylur vorsins er notalegur, og grænkan gleður. Held að við getum öll hjálpast að við að lyfta grámyglunni, með því að tína rusl í görðum, gangstéttum og götuhornum, sópa stéttina og gera fínt. Af nógu er að taka, en saman tekst okkur örugglega að gera gott land betra. 

Arnar Pálsson, 2.4.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Arnar, gott innlegg hjá þér - að hreinsa garðinn sinn og næsta umhverfi er gott fyrir sálina!

Ólafur Als, 2.4.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband