6.5.2008 | 07:15
Flokkurinn settur í annað sætið
Eftir forkosningarnar í dag mun staðan verða óbreytt. Clinton mun vinna í Indíana og Obama í S-Carolina. Forskot Obamas er það mikið að þó svo að frúin sigri með miklum mun í W-Virginia í næsta forvali, eins og allt bendir til, mun það breyta litlu. Clinton hefur neitað að gefast upp og þó svo að þessi afstaða hennar hafi skilað henni nokkru má ljóst vera að Demókrataflokkurinn mun skaðast. Að því viðhorfi slepptu að allt sé mögulegt í stjórnmálum verður ekki séð hvernig þessir aðilar gætu starfað saman, annar sem forsetaframbjóðandi en hinn sem varaforsetaefni. Slíkt eru draumórar einir, þó svo að eflaust yrði það flokknum til góða. Einhverra hluta vegna virðist sem hvor frambjóðandinn um sig telji sig stærri en flokkurinn sem þeir starfa fyrir.
Jöfn barátta forsetaframbjóðanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.