Seðlabankinn á ekki að ráða för

Nokkuð er síðan ég benti á að Seðlabankinn gæti ekki og ætti ekki að reyna að slá á hina hröðu gengisaðlögun sem varð fyrr á árinu með hækkun styrivaxta. Reyndar var aðgerðin um margt arfavitlaust, því framundan verður fremur þörf á innspýtingu en að megin peningastofnun landsins haldi aftur af lánsveitingum og hægi þar með á efnahagslífinu.

Til þess að tímabundið slá á áhrif hækkana vegna veikingu krónunnar hefði þurft að gera tvennt: Í fyrsta lagi með lækkun innflutningsgjalda og sértækra veltuskatta, t.d. á eldsneyti, og í öðru lagi að hafa áhrif á lánskjaravísitölu í átt til lækkunar (minni hækkunar). Í ofanálag gætu yfirvöld og fulltrúar neytenda þrýst á hóflegar hækkanir og/eða að fresta þeim sem kostur er. Alla vega eru þessar ráðstafanir þess eðlis að þær hægja ekki á efnahagslífinu til langframa ólíkt því sem segja má um vaxtahækkanir Seðlabankans.

Ef að líkum lætur hefur stjórn Seðlabankans tekið hlutverk sitt of alvarlega, þeir hafa jú fleiri hnöppum að hneppa en að hafa áhrif á verðbólgu, þeirra er m.a. að smyrja efnahagshjólin þegar þörf er á og hægja á þegar ofhitnar. Nú er þörf á innspýtingu, sem hefur verið fyrirséð um nokkuð skeið, og í sama mund hækka þeir stýrivexti sem aldrei fyrr. Seðlabankinn ætti að láta ríkisstjórninni eftir hluta ábyrgðarinnar, eins og vera ber, en ekki axla nær allri ábyrgðinni sjálfir. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband