14.8.2008 | 21:23
Svandís á fjósbitanum ...
Á þessu balli er Hanna sætasta stelpan, alla vega að mati Óskars. Svandísi langaði virkilega að bjóða upp í tjarnarvals við undirleik Dags og Margrétar en framsóknarmaddaman þáði ekki boðið. Svandís nær listilega að fela sárindin með þessari útlistun á harmleiknum í ráðhúsinu við Tjörnina. Allir kostir eru slæmir kostir en þó var hann sýnu verstur að hafa lækninn áfram með lykla að völdunum - um það virtust allir sammála.
Svandís fær ekki að stjórna ásamt með Degi að þessu sinni - verður að bíða enn um sinn. Á meðan getur hún glaðst yfir góðu gengi í skoðanakönnunum og dansað í kringum bálkestina sem hrúgast að Sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Svo er að sjá hvort Hanna Birna gerist kvenskörungur mikill og leiði ekki bara sinn flokk, heldur borgina út úr ógöngum undangenginna missera.
Svandís segir ástandið í borginni snúið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Athugasemdir
Hanna Birna verðskuldar svo sannarlega þetta tækifæri. Kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.
Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:51
Við skulum vona það, Þorgils. Hér er mikið og margt í húfi. Annars vegar pólitísk ásjóna Reykjavíkur og hins vegar trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins.
Ólafur Als, 15.8.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.