Fráfarandi borgarstjóri á rugli

Ekki skil ég hvað manninum gangur til með eilífum upphlaupum um menn og málefni. Hvers vegna maðurinn telur sig þurfa að viðra hugmyndir af þessu tagi, um málefni sem heyrir beint undir hann, er með ólíkindum. Svona er þetta í hverju málinu á fætur öðru, annað hvort misskilur maðurinn hlutina, segir ekki rétt frá eða man þá ekki rétt. Sú gjörð, sem hann deilir með Sjálfstæðisflokknum - og stendur að nokkru upp úr í vitleysunni allri - er það hve hann náði góðum samningi. Í mínum huga var það Sjöllum ekki til framdráttar hve langt var gengið í þeim efnum.

Þessi ótrúlega góði samningur er honum hjartans mál, hann básúnar því við hvern sem nennir að hlusta og eftir situr fólk forviða yfir yfirlýsingagleðinni. Datt manninum ekki í hug að þessi gjörningur fól í sér að hann mætti vel við una og fyrir honum ætti að liggja að fara vel með það borgarstjóravald sem honum var rétt? Eða var það ekki brautargengi málefnanna sem skipti höfuðmáli? En vitanlega var Ólafur fórnarlamb eigin gleymsku eða hafði hann ekki lýst Sjálfstæðismönnum sem svikurum þegar hann náði ekki saman með þeim strax eftir kosningar.

Nú er maðurinn genginn í Frjálslynda flokkinn og Guðjóni formanni getur ekki verið skemmt, enda veigrar hann sér við að lýsa stuðningi við Ólaf í fyrsta sæti Frjálslyndra. Reyndar er saga Ólafs einungis einn þáttur í Makkíavellísku leikriti á fjölum ráðhússins. Í höfuðrullunni hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt á sér miður skemmtilegar hliðar og á hliðarlínunni eru Dagur og Svandís sakleysið uppmálað, ásamt með heilum her vinstri manna - með Illuga, Hallgrím og fleiri í fararbroddi - sem eiga vart orð til þess að lýsa vanþóknun sinni - en eiga þau þó. Sjálfbirgingsháttur þeirra er jú ekki nema einn af þeirra mörgu kostum.


mbl.is Fjöldauppsagnir ekki á döfinni hjá borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Bjarni minn,

ef þú hefur lesið færslurnar mínar um leikritið í ráðhúsinu síðustu dægrin ætti þér að vera ljóst að hér ríkir ekki mikil ánægja með minn gamla flokk. Hins vegar kaupi ég ekki ramakvein vinstri manna um að þeir séu saklausir í hringavitleysu undangenginna tveggja ára, þeir hafa ávallt verið reiðubúnir í kjötsúpuna ef og þegar tækifæri hefur gefist - sbr. umleitanir um endurgerð Tjarnarkvartetts nú. Hin kratíska sveit manna sem tröllríður fjölmiðlum hefur séð til þess að Samfó birtist mönnum sem hvítþvegin mær. Þetta er og hefur verið eðli kratanna, sjálfbirgingshátturinn, svo lengi sem elstu menn muna - en ólíkt fyrri tímum virðast fjölmiðlar og stór hluti almennings kaupa áróðurinn að þessu sinni.

Ég sé að það fer fyrir brjóstið á þér að tala um ábyrga meðferð á opinberu fé og svo ertu upptekinn af gróusögum um aðkomu Villa að kofaskriflunum á Laugavegi. Vont er til þess að vita Bjarni, að þitt vinstra hjarta nærist á slíku tali - og ekki passandi fyrir góðan dreng eins og þig. Ef maður ætti að skrifa um allt sem sagt er um hvort heldur "mína" menn, að ekki sé nú talað um "andstæðingana", fengi maður fljótt illan bifur á sjálfum sér. Ferillinn hans Villa er á enda, eða því sem næst, en ekki fæ ég séð að Kjartani sé óvært - en hvoru tveggja verður að koma í ljós á fimmtudaginn eins og þú víkur réttilega að.

PS. ertu búsettur á Akureyri?

Kveðja úr sollinum í Reykjavík

Ólafur Als, 20.8.2008 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband