Bill er ekki alveg sįttur

Ég hef lengi stašiš ķ žeirri trś aš frś Clinton vęri sį ašili ķ hjónabandinu sem vęri hvaš metnašarfyllst og tilbśin til aš ganga langt ķ žvķ aš fį sķnu fram (fyrir sig og manninn sinn). Nś bregšur svo viš aš Bill Clinton getur ekki einu sinni fylgt fordęmi konu sinnar og óskaš Obama alls hins besta. Į mešan frśin gerir heišarlega tilraun til žess aš fį stušningsmenn sķna yfir į band Obamas er Bill enn ķ nokkurri fżlu. Hann var sumpart žannig einnig ķ forkosningunum, sérhver tilraun hans til žess aš vinna aš framgangi frśarinnar leiddi til hins verra. Hann reyndist smįmunasamur og neikvęšur sem féll ekki ķ góšan farveg enda fór žaš svo aš honum var vinsamlegast bent į aš koma ekki nįlęgt framboši eiginkonunnar.

Hillary viršist hafa nįš sér aš mestu eftir vonbrigšin af žvķ aš tapa žvķ sem virtist fyrirfram unniš kapphlaup um tilnefningu Demókrata. Hśn žrįašist lengi viš og nś er žaš aš nokkru aš koma ķ bakiš į Demókrötum. All margir stušningsmenn hennar geta ekki meš nokkru móti stutt Obama og fjölmargir žeirra hugleiša stušning viš McCain. Reyndar er fylgiš viš Obama mun minna en margir geršu rįš fyrir aš afloknu forvalinu. Margir spįšu žvķ aš hann ętti sigurinn vķsan og aš McCain yrši honum aušveldur andstęšingur. Annaš hefur komiš į daginn. Į mešan Evrópubśar halda vart vatni af hrifningu hefur Obama įtt ķ erfišleikum heima fyrir aš sannfęra kjósendur um įgęti sitt.

Žaš er nś einu sinni svo aš bandarķskir kjósendur vilja eflaust eitthvaš meira en mann sem kemur vel fyrir og kann aš koma fyrir sig orši. Fagurgali er ekki nęgur - oršin verša aš hafa innihald og trśveršugleika. Sannfęring orša hans verša aš geta breitt aš nokkru yfir reynsluleysi hans og ekki vķst aš varaforsetaefniš, Biden, nįi aš dekka žaš. En hvaš um žaš, Clinton hjónin eru enn aš kyngja ósigrinum frį žvķ fyrr ķ sumar og Bill er sżnilega spęldur - ekki bara yfir tapi konunnar, heldur einnig aš į hann er ekki hlustaš. Hann vill ólmur segja frį sinni glęstu forsetatķš, hvar og hvenęr sem er og viš alla. En žaš fęr hann ekki aš gera ķ Denver, skipuleggjendur óskušu ekki eftir aš ręša hans fjallaši um žaš.


mbl.is Frambjóšandi X og frambjóšandi Y
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband