Ólafi snýst hugur ...

Stundum er erfitt að ráða í hvað þjálfarar eru að hugsa. Nú virðist Ólafur hafa séð sig um hönd og tekið inn einn besta manninn í norsku deildinni og er það vel. Veigar hefur átt góðu gengi að fagna í Noregi en aðkoma hans að landsliðinu hefur verið misjafnlega farsæl. Vonandi nær hann að sýna mátt sinn og megin í leiknum við Norðmenn, hann ætti að þekkja þá betur en margur annar og hver veit nema hann leggi upp eitt mark eða svo.


mbl.is Veigar Páll í landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öðru vísi mér áður brá. Í einfeldni minni og sakleysi þá hélt ég að fyrirsögnin vísaði till þess að greinarhöfundur eftir langdvöl sína á jóska meginlandinu væri nú loks búinn að sjá ljósið. Hefði gengið af og afneitað barnatrú sinni og væri nú loks búinn að breytast í uppvakning verstu martraðar sinnar. Hann væri orðinn sósa!!!! ... ;-)

Við lestur opinberaðist að stríðsfyrirsögnin vísaði til e-s fyrrum statistaleikmanns í aukahlutverki úr röðum svart-hvít röndóttra og lak við það allt loft úr þessari skúbb ... blörðu ... (geddid Bjar-ðni ?)

PS. Óli ... verður þú ekki örugglega ekki í kvöld niðrá Arnarhólað fagna,  með fána (og blörður), ha?

;-) 

Magnús L. (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Magnús,

reyndar var ég nú á eyjunni fjónsku en það dugði nú ekki til þess að láta af trúnni - nema síður sé. Ætli maður verði ekki áfram að ganga hinn myrka veg því krataljósið er allt of skært fyrir mína parta. Var Veigar ekki annars í einu aðalhlutverkanna hjá okkar ástkæru röndóttu? Vona annars að þú hafir notið stundarinnar á Arnarhóli.

Kveðja,

Ólafur Als, 27.8.2008 kl. 21:02

3 identicon

Skítsama (det er ligemeget) ..., þetta er allt sama baunastappan í mínum augum ...

Annars er það staðreynd að maður er komin á meginlandið þegar að maður tyllir niður fæti á danskri grundu. Og nei, hafði nú ekki tækifæri á að berja  þessa sérhönnuðu og yfirteknu sigurhátið sjálfræðisflokksins augum, og hefði nú varla lagt mig sérlega eftir því heldur. Annars kemur upp í huga manns við að hlusta á viðtöl við "Morfeus", fyrirliða liðsins, vitandi að hann hefur ekki setið einn einasta MORFÍS kúrs ... á hverju er maðurinn eiginlega?

PS. Zappa heitinn svaraði þessari spurningi jafnan með orðunum: "I'm on duty" 

Góðar stundir kallinn og láttu þér nú ekki verða of kalt þarna í útnyrðingsnepjunni á völlunum í Frostaskjólinu.

Þinn mentor og fyrirmynd 

Magnús 

Magnús L. (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 08:16

4 identicon

Fitubolllllllllllllla!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Saab 9-3 (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 08:55

5 identicon

Holl lesning, eller hur?

http://dv.is/brennidepill/2008/8/28/lifsspeki-olafs-stefanssonar/

;-) 

Magnús L. (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband