Fá fjölmiðlar aldrei nóg af blessaðri konunni?

Fyrirferðin á Björk í fjölmiðlum er meiri en góðu hófu gegnir. Nú er söngkonan komin í hópefli með kaupsýslumönnum og "öðrum" sérfræðingum - til þess m.a. að berjast gegn ofurkaupsýslumönnum stórfyrirtækja. Enn einum frasanum er haldið á lofti; "... það (innganga i EB) virðist vera eina leiðin". Ef einhver heldur því fram að innganga í Efnahagsbandalag Evrópuþjóða sé eina leiðin út úr ógöngum Íslands er sá hinn sami að fara með rangt mál. Hins vegar má kalla þá leið einn þeirra möguleika sem gætu með tíð og tíma komið á stöðugleika í sumum veigamiklum þáttum efnahags en um leið er kastað fyrir róða fjölmörgum öðrum sjónarmiðum sem hinn söngelski og um sumt sjálfskipaði fulltrúi þjóðarinnar varðar nú lítið um.

Björk fer mikinn þessa dagana í alls kyns miðlum, erlendum sem innlendum. Hún þreytist seint á því að úthúða ýmsu því sem hefur verið gert á Íslandi í nafni orkuvinnslu og uppbyggingu stóriðju á seinni árum. Umhverfismál segir hún standa sér nærri. Með það í farteskinu ætlar hún að ganga Brussel á hönd - en jafnframt bjarga Íslandi, þá væntanlega frá sjálfu sér. Hver veit nema þess sé þörf þessa dagana. En ég efast um að hatur hennar út í stóriðjustefnu undangenginna ára vegi upp á móti því útflutningsáli sem nú færir björg í bú og gæti átt sinn þátt í viðspyrnu til framfara á nýjan leik á Íslandi.


mbl.is Björk vill að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Einar,

lofsöngurinn um Björk er góðra gjalda verður og hún hefur baðað Ísland í fjölmiðlaljósi því sem hefur umvafið hana. Hún hefur og farið mikinn í umhverfismálunum en ég þykist sannfærður um að á þeim vettvangi hafi hún valdið nokkrum skaða. En það að vera frægur gerir mann ekki sjálfkrafa gildan í umræðu um stórpólitísk mál og vont er til þess að vita að hún muni með áhrifum sínum valda, á þessari stundu, ómálefnalegri nálgun á því stóra máli að hugleiða stöðu Íslands á meðal þjóðanna.

Ólafur Als, 6.11.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband