17.12.2008 | 16:49
Stálfrúin?
Ég hef haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé vankaður í ljósi efnahagshrunsins. Það er skiljanlegt en að sama skapi hef ég gert þá kröfu til forystumanna hans að þeir sýndu dug og þor í ljósi andstreymisins. Ég sakna þess að undir forystu Geirs spýti menn í lófana og setji fram e.k. áætlun sem ætlað er að taka á því efnahagslega og pólitíska gjörningaveðri sem nú ríður yfir þjóðina. Samfylkingin hefur jú einungis eitt til málanna að leggja; að ganga skrifræðinu í Brussel á hönd og einn af öðrum virðast þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ætla að gefa eftir gagnvart kratadrauminum um að sitja til borðs með kommisserum stórríkisins í Evrópu.
Sá aðsteðjandi vandi sem mest er aðkallandi hefur lítið með mögulega inngöngu í ESB að gera. Allt tal um slíkt er lýðskrum í besta falli, lýgi ef gert er ráð fyrir að sumum sé ekkert heilagt í þeirri viðleitni sinni að koma Íslandi inn í stórríkið með öllum ráðum. Jafnvel því að spila með efnahag þjóðarinnar svo draumur kratanna rætist. ISG er engin stálfrú en hún hefur framtíð þessarar ríkisstjórnar í hendi sér og forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að lúffa fyrir henni. Það er einlæg ósk mín að Sjálfstæðismenn um land allt hafi það bein í nefinu að hafa vit fyrir forystu flokksins og opni augu hennar fyrir því að takast á við aðkallandi verkefni við stjórn efnahagsmála og verði á ný það stjórnmálaafl sem þjóðin geti horft til og treyst. Það er ærið verkefni og allsendis óvíst að það takist, eigi að gæla við ESB aðild.
Formaðurinn með stálhnefann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Athugasemdir
Í mínum huga og þúsunda annarra verður Solla svikari aldrei annað en svikarinn sem laug sig inn á þjóðina með loforði um að afnema lífeyrisósóma ráðamanna. Loforð sem hún rakaði saman fylgi út á en var alltaf staðráðin í að svíkja. Hún er nefnilega svo upptekin við sína eigin einkavinavæðingu og að hafa sem mest í vasann út á ráðherraembættið.
corvus corax, 17.12.2008 kl. 17:12
Óli ... ein aths.
Lygi skrifast ei med broddstaf.
Kvedja.
Siggi Hauks.
Sig. Hauks. (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 11:59
Rétt athugað. Við nánari athugun kemur mér í hug að all margir skrifa lygi með broddstafnum þínum - er það ekki lyginni líkast?
Ólafur Als, 19.12.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.