Hver er hin hliðin?

Víst er að Færeyjingar sýna stórhug og velvild í garð Íslendinga. Þeir eru reyndar ekki búnir að ná vopnum sínum frá því að þeir lentu í efnahagsógöngum hér um árið. Stór hluti Færeyjinga, sem fóru á brott, hefur aldrei snúið aftur. En það er sú hlið sem snýr að okkur Íslendingum, sem er alvarlegri. Það þarf að borga þessa skuld. Þó svo að þessi vinargreiði sé stór á mælikvarða Færeyjinga er hann sem dropi í haf þeirra skulda sem nú blasa okkur við.

Á annað þúsund milljarða er sá reikningur sem íslenskir skattgreiðendur þurfa að taka á sig á komandi árum. Það felur í sér auknar álögur og skerta opinbera þjónustu, hvernig sem á málin er litið. Ef ekki tekst að auka hér þjóðartekjur á næstu árum er víst að hagur almennings mun skerðast sem nemur einhverju því sem þjóðin getur ekki staðið undir. Í ljósi aðsteðjandi heimskreppu mun reynast afar erfitt að sækja fram, en ekki ómögulegt. Hvernig sem fer, er víst að lífskjör munu versna að því marki, að þúsundir Íslendinga munu hugleiða að flytja úr landi.


mbl.is Lán til Íslendinga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband