Hráskinnaleikurinn heldur áfram í íslenskum stjórnmálum

Eins og vænta má hafa tveir aðilar sem skilja misjafna sögu að segja af sambandinu. Samfó segir að Geir hafi ekki staðið sig og því væntanlega sett fram úrslitakosti - sem hver heilvita maður sér að Sjallar gátu ekki samþykkt. Breytir þar engu hversu mikið traust Jóhanna kann að hafa. Það er bæði vont og gott að Samfó áttar sig ekki á eigin sundrungu. Vont fyrir hana sjálfa, gott fyrir aðra - en þó aðallega að ESB aðildin mun ekki hvíla eins og mara á þjóðinni á meðan tekist er á við brýn verkefni á sviði efnahags og stjórnsýslu.

Það er reyndar nokkuð klént af hálfu Lúðvíks að kvarta undan orðum forsætisráðherra í sömu mund og hann segir Geir ekki hafa valdið starfi sínu. En svona láta menn í skilnaðarmálum, menn sjá hlutina hver með sínu lagi. Hvað tekur nú við, veit enginn. Óvissunni er ekki enn lokið, hráskinnaleikir stjórnmálanna halda áfram og minna okkur enn á hve langt er í það að almenningur geti á ný treyst stjórnmálamönnum á Íslandi.


mbl.is Verkstjórnin var ekki í lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Finnst þér Geir hafa valdið starfinu? Telur þú að hann sé ekki forystumaður í sundurtættum flokki? Það eru í það minnsta lítið um ánægða Sjálfstæðismenn sem ég rekst á þessa dagana.

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.1.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Ólafur Als

Gunnlaugur, þú virðist haldinn krataveikinni, sem sér ekkert að hjá sjálfri sér en feilana hjá öllum öðrum. Það er reyndar ekki nema von, í ljósi þess hve góðhjartaðir og vel meinandi þið teljið ykkur vera. Þessi smjörklípuaðferð þín fer þér ekki, né öðru Samfylkingarfólki - sérstaklega í ljósi þess hve þið hafið gagnrýnt svona málflutning. 

Ég ætla að vona að Sjálfstæðismenn séu ekki ánægðir þessa dagana en guð hjálpi okkur ef óánægðan Samfylkingarmann er að finna ... sem Sjálfstæðismaður hef ég ekki einungis fundið að forystunni, heldur skrifað um það í m.a. Morgunblaðið, auk þess að finna að peningamálastefnunni og því að við Íslendingar tókum upp löggjöf ESB á sviði viðskipta. Af mörgu er að taka.

Ólafur Als, 27.1.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband