Forsetinn setur sjálfan sig í sviðsljósið - enn einu sinni!

Á meðan stjórnmálamenn reyna að ráða í stöðuna birtist forseti lýðveldisins og túlkar stjórnarskrána eins og honum hentar. Af alkunnri smekkvísi setur hann sjálfan sig í sviðsljósið og ætlast til þess - auðmjúkur að vanda - að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar dansi í takt við fyrirskipanir hans. Þó svo að hann kunni að enduróma ýmsar óánægjuraddir og frómar óskir annarra er það ekki hans hlutverk að segja stjórnmálamönnum fyrir verkum.

Verkefnin, sem blasa við stjórnvöldum, þekkja menn. Ef ekki er sátt um hvernig líta beri á ástandið, ræða stjórnmálamennirnir um það sín á milli  - og í besta falli segja forsetanum frá því fyrir kurteisis sakir. Forsetinn á ekki að hlutast til um þau verkefni sem stjórnmálamenn takast á við á hverjum tíma. Breytir þar engu um þó svo að nú séu óvenjulegir tímar. Stjórnarskráin spyr ekki að því.


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband