27.1.2009 | 14:54
Bara ekki Samfylkingin!
Þær eru ávallt kómískar tilraunir stjórnmálamanna þegar þeir bera við persónulegum aðstæðum, þ.e. ef þeir eru ekki beinlínis veikir. Hinn ungi Ágúst Ólafur Ágústsson hefur verið grátbroslegur í tilraunum sínum til þess að sýnast einn af leikendunum í hráskinnaleik Samfylkingarinnar að undanförnu. Hann hefur nú áttað sig á því sem þjóðin sá fyrir nokkru, að á hann hefur enginn hlustað.
En það er ekki þar með sagt að raddir innan Samfylkingarinnar hafi ekki verið háværar og komið úr öllum áttum:
Hvernig var þetta nú aftur ... ?
Ríkisstjórnina burt - bara ekki Samfylkinguna.
Okkur ofbýður hráskinnaleikur stjórnmálanna - bara ekki hjá Samfylkingunni.
Okkur hugnast ekki smjörklípuaðferðir - nema hjá Samfylkingunni.
Við viljum gegnsæi, opin og heiðarleg vinnubrögð - þó ekki hjá Samfylkingunni.
Burt með lygarnar - Samfylkingarmenn mega þó plata smá.
Við viljum nýtt Ísland - nema hvað Samfylkingin þarf ekkert að breyta sér - kratar sjái um að leggja drög að endurreisn lýðveldisins.
Amen
Ég er ekki að fara í fússi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.