Pólverjar keppa um verðlaun - í stað tveggja leiðinlegra liða

Ástæða þess að ég vildi tjá mig um þennan leik er, að mikið hafa mér þótt Norðmenn vera með leiðinlegt lið að undanförnu. Þeir hafa að vísu staðið sig betur en oft áður og innanborðs hafa þeir nokkra framúrskarandi leikmenn á meðal fremstu liða heims. En innan um eru grófir og óskemmtilegir leikmenn, sem gefa norska liðinu þennan leiðinlega svip sem ég er að tala um. Ætli Johnny Jensen standi þar ekki uppúr.

Á Evrópumótinu í fyrra voru þeir með algrófasta liðið, að mínum dómi, og komust sem betur fer ekki í undanúrslitin. Á núverandi heimsmeistaramóti, í leiknum á móti Þjóðverjum, sem hafa verið ósannfærandi í sínum leikjum, unnu Norðmenn afar óverðskuldað og með hálfgerðu svindli. Bæði lið sýndu slakan leik, Þjóðverjar reyndar í vandræðum vegna meiðsla, og sem betur fer eru þau bæði úr leik um verðlaun.

Það hefur lítið farið fyrir sýningum á leikjum frá mótinu og er það miður. Er svona lítill áhugi fyrir því hjá okkur? Sem fyrr eru Frakkar með geysilega skemmtilegt lið og hrein unun að fylgjast með sumum leikmanna þeirra - sérílagi hinum unga leikmanni Kiel, Karabatic, sem á sínu 25. aldursári hefur sýnt það og sannað að hann er besti leikmaðurinn um þessar mundir. Hinir geysisterku Króatar njóta heimavallar en það er vonandi að heimamenn mæti Frökkum í alvöru úrslitaleik í stað þess, sem fram fór í dag og skipti ekki miklu máli.


mbl.is Pólverjar nýttu sér mistök Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband