Sinnið bráðaaðgerðum, bíðið með draumórana!

Hvers vegna ESB aðild er uppi á borðinu nú er mér algerlega ofviða að skilja. Áhugi fjölmiðla þar um er einnig sérkennilegur. Sú bjargráðaáætlun, sem fyrir verðandi stjórnvöldum liggur að ráðast í hefur ekkert með mögulega inngöngu í ESB að ræða. Allt slíkt tal er óviðeigandi og illa til þess fallið að skapa sátt um aðgerðir yfirvalda. Verkefnin eru ærin, að ekki sé verið að bæta við mögulegum ófriði og flokkadráttum um ESB aðild. Nei, sinnið hinum brýnu verkefnum, sem nú þarf að takast á við. Svo skulum við kjósa og sjá hvað setur.
mbl.is Nær Evrópu með Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Held að það sé frekar áhugi fjölmiðla á þessu sem orsakar enda sagði Jóhanna svo sem ekki neitt. "Við stöndum nær Evrópusambandinu með VG en með Sjálfstæðisflokknum eins og málin þróuðust þar".

- Þetta segir í raun ekki neitt. VG er ekki að fara að standa í Evrópuviðræðum nema hreinlega ef landið stendur frammi fyrir algjöru kerfishruni, og þá held ég þeir myndu nú fyrst líta til Noregs og hinna landanna í Skandinavíu.

Ekki gleyma því að framundan eru kosningar og Jóhanna vill auðvitað gefa Evrópusinnum til kynna að Samfylkingin standi vaktina þar eins og áður þó nú sé það VG sem þarf að semja við. Einnig hefur Framsókn ályktað um ESB málin og við meigum ekki gleima því að þar liggur nú stuðningur við þessa minnihlutastjórn.

Þór Jóhannesson, 28.1.2009 kl. 18:13

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

ESB mun bjarga Jóni Ásgeiri eiganda Baugsfylkingarinnar. öll ráð og aðferðum er beitt til að bjarga honum. enda er hann eini maðurinn sem hefur fengið lán hjá nýju bönkunum. og það til að kaupa eignir af sjálfum sér. menn hafa alveg gleymt að spyrja bankamálaráðherrann um það.

Fannar frá Rifi, 28.1.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband