Vandræðagangur í hæstu hæðum!

Málið er allt orðið hið vandræðalegasta. Í ríkisstjórn sitja ráðherrar, sem vilja vernda rétt opinberra starfsmanna til hins ítrasta og þar með starf DO. Hjá því verður ekki komist. Bréfaskriftirnar auka á vandræði forsætisráðherra, jafnframt að undirstrika að DO gefst aldrei upp - jafnvel með þeim hætti að orðspor Seðlabankans skaðast enn meir. Hætta er á að þetta mál verði að skrípaleik í fjölmiðlum, á þingi og á meðal framkvæmdavaldsins. Ef til vill munu dómstólar að auki þurfa að taka á þessu máli og þar með væri vitleysan fullkomnuð.

Hinn nýi forsætisráðherra hefur með óábyrgum hætti boðið Seðlabankastjóra byrginn. Vitanlega hefði átt að ræða saman í kyrrþey áður en málið var kynnt til sögunnar í fjölmiðlum. Ýmsar áréttingar DO eru hárréttar, en honum skjátlast hrapallega þegar hann segir að ekki hafi verið til staðar málefnaleg gagnrýni á hans störf sérstaklega, hvað þá bankans undir hans stjórn. Hin brotlenta hávaxtastefna er á ábyrgð yfirstjórnar bankans en það sem að honum snýr persónulega eru ýmis óábyrg orð sem hann hefur látið falla á opinberum vettvangi. Hann getur ekki komið sér undan því.

Á meðan horfir þjóðin á og setur sig í stríðsstellingar.


mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband