Hverjum skal bjargað og hverjum ekki?

Heimilisskuldir eru vitanlega bara skuldir heimilanna. Þær leggjast út á ca. 7 milljónir á hvert mannsbarn. Þar fyrir utan eru aðrar skuldbindingar einstaklinga í formi yfirdráttar, bílalána, námslána, lána án veðbanda auk annars. Nú er það svo að nokkur hluti skuldar því sem næst ekkert og á enn all mikla hreina eign með þægilegri ávöxtun.

Maður hefur heyrt ótrúlegar sögur af skuldsetningu ungs fólks í fasteignakaupum síðasliðin ár. Sumpart voru þau réttlætt með afar góðum launum. Meira að segja margt starfsfólk bankanna stóð í fasteignakaupum fram á síðasta ár á myntkörfulánum. Þó lá fyrir að gengið var of hátt skráð og einungis spurning hvenær það myndi falla. Á haustmánuðum ársins 2007 voru bankarnir þegar farnir að gera ráð fyrir nokkru falli krónunnar og högnuðust reyndar um tugi, ef ekki hundruðir milljarða króna vegna uppkaupa á gjaldeyri og framvirkum samningum.

Þó svo að fallið hafi verið meira en menn gerðu ráð fyrir var mönnum fullljós áhættan af því að taka myntkörfulán. Þegar vel gekk voru þau hagstæðari en húsnæðislán í íslenskum krónum. Hve langt á að ganga í því að bjarga skuldsettum heimilum með myntkörfulán er vandaverk. Jafn nauðsynlegt og er að hafa úrræðin almenn, er ljóst að þau þurfa að sama skapi vera sértæk, þ.e. að taka tillit til ólíkra aðstæðna. Einnig er ljóst að sumum heimilum verður ekki bjargað. Þau hafa reist sér slíka hurðarása um öxl að þeim verður ekki bjargað.

Hver á að borga og verður hægt að bjarga öllum? Eiga þau heimili og þeir einstaklingar, sem skulda lítið að greiða fyrir þá sem skulda mikið? Hvernig verður þessari byrði dreift? Í gegnum skatta/ríkið eða í gegnum lífeyrissjóði?  Mörg sjónarmið takast hér á, tilfinningaleg og hagræn. Hin pólitíska afgreiðsla verður hið stóra vandaverk, því stjórnmálamenn kunna að vera allir að vilja gerðir en jafnframt vitandi af sinni eigin pólitísku framtíð. En það er jú vandamál sem þeir takast á við hvern dag, þó svo að nú sé það af stærra tagi en þeir eiga að venjast.


mbl.is Heimilin skulda 2.000 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er úr vöndu að ráða, en sennilega ætti athyglin að beinast að húsnæðislánum framar öðru myndi ég telja. Þá er líklegra að færri "óreglupésar" slæðist með en "venjuleg" heimili nái að spjara sig.

Ég held að eitthvað þurfi að gera til að Ísland sé eftirsóknarverður staður fyrir Íslendinga að búa á.

Svo það er líka spurning hvað það kostar að gera lítið í þessu eða ekki neitt. Við gætum komið úr þessari eignabólu, sem nú er sprungin um allan heim, sem eignalausir leiguliðar fárra aðila, bæði Íslenskra og erlendra. Nú þegar hafa komið tilboð frá útlendingum um að kaupa opinberar byggingar af ríkinu sem síðan leigir þær af sömu útlendingum.

Annað hvort gerum við eitthvað í þessum málum eða það verður atgervisflótti, og þeir sem verða eftir munun kasta sér í faðm esb.  

Toni (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Ólafur Als

Það verður einhver flótti, um það er ekki að villast. Hins vegar kemur kreppan í öðrum löndum í veg fyrir enn meiri flótta, einfaldlega vegna þess að það er ekki skárra að hafa annars staðar.

Hvernig á að vinsa frá óreglupésana er erfitt, því slíkt kallar á sértæka afgreiðslu, sem menn vilja forðast í lengstu lög - slíkt kemur í veg fyrir gegnsæi og gæti valdið óánægju þeirra sem þurfa að borga brúsann. Þeir eiga þá sjálfsögðu kröfu að vel sé farið með bjargráðaaurana.

Ólafur Als, 19.2.2009 kl. 12:49

3 identicon

Vissulega kreppir að nánast um allan heim, en ég held að það séu störf fyrir meira en 50 þúsund menntaða Íslendinga í löndum eins og Noregi, Kanada, Ástralíu og víðar. Ég held jafnvel að þó að 300 þúsund manna þjóð mynda flytjast af landinu sínu og dreifast um heiminn, þá myndi það ekki hafa mikil áhrif á heimsmálin. Það sennilega þættir bara svoldið fyndið að flytja frétt af slíku á helstu sjónvarpsstöðvum heimsins. En okkur fynnst slikt ekkert gamanmál og marga hryllir við tilhugsuninni.

Héðan fara fyrst iðnaðarmenn, læknar og hjúkrunarfólk, verkfræðingar, tækni og tölvufræðingar o.sv.fr.

Eftir verða sýslmenn, handrukkarar, lögfræðingar, sjúkir og aldraðir, já og stjórnmálamenn og bloggarar

Toni (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:16

4 Smámynd: Ólafur Als

Alla vega sumir bloggarar!

Ólafur Als, 19.2.2009 kl. 14:04

5 Smámynd: Hlédís

Sæll og blesssaður Ólafur!

Ég hnaut um tvennt í pislinum hér að ofan.

1.) Ég fæ ekki séð að "...skuldbindingar einstaklinga í formi yfirdráttar, bílalána, námslána, lána án veðbanda auk annars...." falli utan við skuldir heimilanna.  Varla skulda heimilislausir þetta.

2.) Þá þykir mér þú gefa þér að einhver hugsi sér að létta eigi stórskuldum af þeim er tóku há lán síðastliðin ár.  Það hef ég hvergi séð nefnt.  Álit okkar margra er að verðtryggð lán, oft með 10-13 % vöxtum séu löggilt rán OG að ekki sé lagaheimild fyrir gengisviðmiðun lána - fyrir utan fjársvikafnykinn sem er af þeim sem "veðjuðu gegn krónunni" er var of hátt skráð og ráðlögðu á sama tíma fáfróðum lántakendum myntkörfulán.  Held að svona viðskipti hugnist engum heiðvirðum manni, hvaða fjármála-hyggju sem hann annars kann að hafa. 

Hlédís, 20.2.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband