26.2.2009 | 11:22
Uppgjör Sjálfstæðismanna
Ætli maður verði ekki að hrósa manninum fyrir þessa ákvörðun sína. Það er jákvætt að menn séu hægt og bítandi að átta sig á, að þeir eru ekki ómissandi. Til þess að endurreisn Sjálfstæðisflokksins megi verða sem best, er nauðsynlegt að e.k. uppgjör fari fram. Það er vitanlega hægt að sinna því með því að foringjar fari frá hægt og hljótt en vissulega saknar maður einhvers meira. Hvort landsþingið verði sá vettvangur er óljóst en vissulega væri það flokknum til góða ef menn hafa dug og þor til þess að fara í málefnalega uppstokkun. Það yrði happaskref fyrir þjóðina, því hún þarfnast þess að hugsjónir flokksins verði leiðandi í uppbyggingarstarfi næstu ára.
Forystusveit Sjálfstæðisflokksins var upptekin við veisluhöld auðmanna og glasaglaumi umheimsins. Flokkurinn missti sýn á forystuhlutverki sínu og lagðist lágt fyrir samstarfsflokki sínum, m.a. með því að boða til Evrópuumræðu á forsendum Samfylkingarinnar. Það var ekki hátt risið á Sjálfstæðisflokknum við afgreiðslu þess máls, þó svo að brugðist hafi verið við ákalli um breytta stefnu í Evrópumálum, af nokkurri skynsemi og heiðarleika. Forysta Sjálfstæðisflokksins brást á örlagastundu í sögu þjóðarinnar og þó svo að samstarfsflokkurinn hafi verið óstjórntækur í kjölfar hrunsins verða Sjálfstæðismenn að axla ábyrgð, eins og Árni gerir nú, fara í hugmyndafræðilega heimavinnu og skipa nýju fólki í framvarðasveitina.
Árni Mathiesen ekki í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Athugasemdir
Árni fær stórt prik frá mér fyrir þessa skynsamlegu ákvörðun. Allir fyrrverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokkisns mættu nú taka hann til fyrirmyndar og gera slíkt hið sama. Man samt ekki betur en að Björn og Geir séu á förum líka.
Stefán (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.