1.3.2009 | 20:10
Hin breiðu bök jafnaðarmanna
Sjálfbirgingsháttur jafnaðarmanna er þeim eiginleikum gæddur að geta ávallt náð nýjum hæðum. Jafnvel í tilraun til sjálfsgagnrýni, m.a. til þess að sýnast auðmjúkir, tekst það ekki betur en svo að þeir benda sínum ásökunarfingri á alla aðra en sjálfa sig. Þó svo að þetta sé nú plagsiður hjá æði mörgum stjórnmálamönnum, þá verður að segjast eins og er að jafnaðarmenn slá öllum öðrum við í sjálfshóli og afneitun - svona almennt talað!
Hinn fallvalti formaður setur málið þannig upp að hún hafi talið að verið væri að takast á við erfiðleikana alls staðar annars staðar en á stjórnarheimilinu. Allir aðrir en hún og hennar samstarfsfólk (jú annars, rosalega þeim að kenna) væru því ábyrgir. Allir aðrir þyrftu að líta í eigin barm. Og svo var kapp hennar svo mikið að hún leyfði samstarfsflokknum að vera svona lengi í stjórn með sér. Formaðurinn er sem sagt sigurvegari, hvernig sem málinu er velt upp. Í ósigri sínum, vinnur hún. Gallar hennar, eru hennar styrkleikar. Hennar breiða jafnaðarmannabak er í raun óþarft, því aðrir þurfa að axla ábyrgð.
IMF varaði við í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.