4.3.2009 | 15:58
Breti, sem trúir meira á þjóðina en ESB-sinnar!
Það er gaman að lesa jákvæða og upplyftandi grein frá breskum stjórnmálamanni, sem virðist hafa meiri trú á Íslendingum en margur ESB-sinninn hér á landi. Er það ekki merkilegt, eitt og sér? Ýmsar forvitnilegar athugasemdir má lesa í kjölfar greinarinnar og hver veit nema bresk þjóð ákveði einhvern daginn að yfirgefa Brussel og ganga til liðs við Íslendinga og Norðmenn í EES? Í ljósi sögunnar og hinna ólýðræðislegu vinnubragða sem einkenna sumt starf sambandsins verður, enn sem komið er, að líta á slíkt sem draumóra.
Fyrir utan hið augljósa, um að skrif af þessu tagi eru góð auglýsing fyrir land og þjóð, þá verður að segjast að Hannan virðist vera stjórnmálamaður sem gerir sér grein fyrir því að drifkraftur þjóðanna býr í sjálfstæði þeirra. Hann vill Íslendingum vel og talar af reynslu um ókosti þess að vera innan hins stóra sambands. Hann er vitanlega ekki svo skyni skroppinn að hann geri sér ekki grein fyrir sumum kostum aðildar en hann veit að þeir kostir hafa verðmiða, sem hann ráðleggur Íslendingum að greiða ekki.
Hannan: Fagnar minna fylgi ESB-aðildar meðal Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Athugasemdir
Jón,
af skrifum hans og þínum - sem læðsat víða inn þegar verið er að ræða ESB málin - að dæma virðist þú eini öfgamaðurinn í dæminu.
Ólafur Als, 4.3.2009 kl. 16:44
Jón Frímann, þú ert frábær! Ég leyfi mér að efast um að nokkur geri málstað íslenzkra Evrópusambandssinna eins mikið ógagn og þú. Haltu áfram þínu góða starfi!
Hjörtur J. Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 19:55
Og ég meina þetta í fúlustu alvöru :)
Hjörtur J. Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.