9.3.2009 | 17:04
Blessaðir mennirnir
Í eina tíð var til fólk á Íslandi sem fannst kommúnisminn í austri vera flestra meina bót. Undir það síðasta var e.t.v. Jón Múli sá eini sem trúði á Maístjörnuna hans Laxness. Nú, þegar efnahagur hins kapitaliska heims er lagstur í alvarleg veikindi, er ekki ólíklegt að einhverjir geri sér á ný dælt við marxíska hugmyndafræði. Að vísu var Marx kallinn ekki alvitlaus, hæfileikar hans til sögugreiningar voru t.d. með ágætum. Hins vegar klikkaði hann á útfærslunni, blessaður maðurinn, og tugir milljóna manna guldu fyrir með lífi sínu á síðustu öld, þegar forræðishyggjan klæddist búningi kommúnismans.
Enn eru menn í kommúnískum alræðisæfingum á norðurhluta Kórueskagans, bakkaðir upp af stóra bróður, Kínverjum. Ekki einasta eru Kim & Co. með þjóð sína í herkví eigin geðveiki, heldur eru þeir ógnun við heimsfriðinn. Þess utan býr almenningur í N-Kóreu býr við skilyrði sem við Íslendingar kærum okkur ekki um að vita af. Höfum lengst af ekkert viljað af örbirgð þessa fólks vita. Nú er sem sagt komið í ljós að almúginn í N-Kóreu er 99,98% ánægður með leiðtoga lífs síns og líðið annað eftir fyrir Kim en að beita hamrinum og sigðinni og koma þessum 0,02% fyrir kattarnef.
99,98% kjörsókn í Norður-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.