Hver mun nú hughreysta ESB-sinna?

Svo virðist sem endalaust sé hægt að flytja fréttir af inngönguskilyrðum ESB, mögulegum og ómögulegum tímabundnum undantekningum frá reglum bandalagsins, hve langan tíma það tæki að ganga inn og svo hvort og hvenær hægt yrði að taka upp evruna. Nú liggur það fyrir; það mun ekki verða greitt fyrir aðganginn að evrusamstarfinu. Þetta mun að vísu ekki aftra því að einhver sérfræðingurinn af meginlandinu mun innan tíðar finna nýjan flöt á þessu, ESB-sinnum til hughreystingar uppi á Íslandi. Í ofanálag mun mbl.is og fleiri miðlar áfram flytja fréttir af misvísandi ummælum embættismanna stórríkisins á meginlandinu.

Reyndar er það nú svo að flest af þessu er vitað. Inntökuskilyrðin eru að mestu þekkt, m.a. frá samningaferlum ríkja sem hafa haft hug á inngöngu. Hinar sérstöku aðstæður Íslands, hvar sjávarútvegurinn er önnur meginstoðin í efnahag landsins, munu ekki skila haldbærum áralöngum undanþágum. Reynsla Norðmanna sýnir þetta svo ekki verður um villst og breytir þar litlu þó sjávarútvegurinn í Noregi sé ekki jafn mikilvægur þeim og okkur. Þeir reyndu hvað þeir gátu til þess að ná fram ásættanlegum undanþágum en norska þjóðin - jafn lítið og hún er upp á sjávarútveginn komin - hafnaði samningnum þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting víða að.


mbl.is Engin styttri leið til evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Ég myndi vilja búa í landi sem ESB myndi vilja leyfa að vera með í ESB...

Þetta er eins og þegar ég þreif bílinn almennilega fyrir sölu.  Mér leist svo vel á hann á eftir að ég tímdi ekki að selja hann :)

Kári Harðarson, 9.3.2009 kl. 23:01

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef Evrópusambandið myndi sækja um aðild að sér sjálfu yrði því að öllum líkindum hafnað vegna skorts á lýðræðislegum stjórnarháttum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.3.2009 kl. 23:14

3 Smámynd: Ólafur Als

E.t.v. væri hægt að fá tímabundna undanþágu ... frá sjálfu sér?

Ólafur Als, 9.3.2009 kl. 23:17

4 identicon

jón frimann, þú ert virkilega heilaskemmdur eða algjörlega heiladauður. Þú virðist ekki ætla að skoða ESB frá öðru sjónarhorni en vexti og þú heldur greinilega að ESB sé þinn riddari á hvítum hesti sem sé að koma að bjarga þér! Reyndu að þroskast strákur.

Þór (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 00:49

5 identicon

Jón frimann, báðir foreldrar þínir eu bændur, eru þau að drepast úr skömm yfir þér eða vita þau kannski ekki af því að þú ert að vinna gegn þeirra hagsmunum?!

Þór (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 03:04

6 Smámynd: Ólafur Als

Þór, vinsamlegast tóna óvildartóninn niður lítillega. Það er ekki gott fyrir nokkurn málstað að grípa til gífuryrða - ekki satt?

Ólafur Als, 10.3.2009 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband