27.3.2009 | 22:05
Tæpara mátti það ekki standa - til hamingju KRingar
Það fór eins og Keflvíkingar sögðu - þeir mættu arfavitlausir til leiks og KRingar þurftu að hafa siga alla við til þess að halda í við Íslandsmeistararana allt fram á síðustu stundu. Það hlýtur að vera afar sérstakt að fjórar framlengingar hafi þurft til þess að knýja fram úrslit en þrátt fyrir allt hljóta KRingar að vera vel að þessum sigri komnir.
Mínir menn þurfa að öllum líkindum að mæta Grindvíkingum í úrslitum en um úrslit í þeirri viðureign er erfitt að spá. Þó verður að telja KRinga sigurstranglegri en þá þarf líka allt að ganga upp í herbúðum Vesturbæjarveldisins. Sérstaklega í vörninni.
KR sigraði eftir fjórar framlengingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Úr því KR þurfti fjórar framlengingar til að taka keflavík á sínum eigin heimavelli held ég að heildsalasynirnir úr vesturbænum hafi lítið í grindvíkingana að gera. Grindvíkingarnir hljóta að vera búnir að sjá glufurnar í þessu KR liði. það er alls ekki ósigrandi eins og hingað til hefur verið haldið fram.
joi (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 01:09
Ses, sei og nei, nei. Ætli KRingar ímyndi sér nokkuð að titillinn sé þeirra án mikillar fyrirhafnar, enda unnu Grindvíkingar þá á sínum heimavelli. Persónulega er ég smeykur við Grindvíkingana fyrir hönd minna manna en þó má segja að ef KRliðið sýnir sinn besta leik er ekkert lið sem snýst þeim snúninginn ...
Ólafur Als, 28.3.2009 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.