Mikilvægasta ræða Geirs H. Haarde ...

Nú, þegar sér fyrir endann á pólitískum ferli Geirs H. Haarde, stendur hann frammi fyrir mikilvægustu ræðu sem hann hefur þurft að flytja á sínum pólitíska ferli. Ef vel tekst til getur hann að nokkru rétt sinn hlut og jafnframt skotið stoðum undir e.k. endurkomu flokksins, þó svo að ekki standi honum það til boða í næstu kosningum. Það verður að teljast gott ef flokkurinn nær upp undir 30% fylgi en hvernig sem á málin verður litið var Geir skipstjórinn í brúnni þegar skipið strandaði.

Undir niðri kraumar evrópusambandsmálið og þó svo að meirihluti Sjálfstæðismanna er ekki hlynntur ESB-aðild, þá eru þeir sem þangað vilja inn þegar komnir í skotgrafirnar og hafa í hótunum. Málflutningur þeirra minnir um margt á trúboð. Reyndar er fólk í báðum fylkingum tilbúið til þess að hverfa úr flokknum, fari ESB-málin á aðra lund en þeim líkar. Þar á meðal ég.


mbl.is Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thessi flokkur, thetta fólk, thessi stefna mun alltaf vera til ógagns og skada fyrir thjódfélagid.  Vidbjódslegt gengi sem kann ekki ad skammast sín.

Hjalli (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Einar B  Bragason

Er ekki sammála Hjalla ertu ekki Hjalli skeptíski ? Styrkjum gengið strax!

Einar B Bragason , 26.3.2009 kl. 15:31

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég get nú ekki sagt að hann hafi staðist væntingarnar.

Marinó G. Njálsson, 26.3.2009 kl. 19:57

4 Smámynd: Ólafur Als

Marinó ... varstu í alvöru með einhverjar væntingar? Ég stórlega efast um það. Hvað um það. Það litla sem ég heyrði af ræðunni var svona upp og ofan ... en ég geri nú líka meiri kröfur til hennar en þú.

Þá er að sjá hvort landsfundarmenn nái að stilla saman strengi fyrir erfiða kosningabaráttu sem verður á brattann - heldur ekki hægt að treyst á of mörg atkvæði af "ótta" við vinstri stjórn. Evrópuumræðan gæti fært álíka mörg atkvæði í bú og eru á leiðinni út vegna hennar. 

Ólafur Als, 26.3.2009 kl. 21:07

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Þessi ræða verður lengi í minnum höfð. But not in a good way.

hilmar jónsson, 26.3.2009 kl. 23:14

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég var með viðmiðið sem þú settir

Marinó G. Njálsson, 27.3.2009 kl. 01:40

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

"Stefnumótun um dreifða eignaraðild"   Dúndurræða, verður lengi í minnum höfð.....

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.3.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband