Enn einn rannsóknaraðillinn ...

Einhverra hluta vegna grunar mig að einhverjir eigi eftir að færa fyrir því rök að norsk/franski bjargvætturinn hefði getað fengið miklu meira borgað fyrir önnur störf, annars staðar. Reyndar mun hún starfa aðallega í París að sinni rannsókn, enda algerlega ótækt að hún sé eitthvað að trufla fólk hér með nærveru sinni. Hún er líka í öðrum störfum, m.a. að vinna að framboði sínu til Evrópuþings eða einhvers álíka.

Hún er kokhraust, kerlingin, og er þegar farin að máta hengingarólarnar. Rannsókn Joly mun kosta íslenska skattgreiðendur hundruðir milljóna og einhverra hluta vegna talar hún eins og niðurstaðan sé ljós. Sem fulltrúi rauðgræns almúgans, með einungis átta þúsund evrur í mánaðarlaun, sér hún fyrir sér sigur réttlætisins og fangelsanir auðmanna. Vera hennar í París mun tryggja að hún flækist ekki fyrir öllum hinum sem einnig eru að rannsaka bankahrunið.

Allir þurfa sitt, þó svo að þeir hafi ekki endilega kaupið hennar Joly. Sérstakur saksóknari og hans rannsókn mun kosta sitt. Rannsóknarnefnd þingsins verður og dýr. Skilanefndir bankanna taka sitt. Alls kyns ráðgjöf hins opinbera einnig. Þegar allt verður talið er ekki óvarlegt að skjóta á að rannsókn bankahrunsins mun kosta okkur einhverja milljarða króna. Baugsmálsdómurinn mun flækja fyrir að sækja menn til saka og sakfella, fari mál svo langt, og heimtur úr ónefndum skattaskjólum verða rýrar.

Hvað mun svo íslensk þjóð sitja uppi með þegar öll innlend sem erlend rannsóknarkurl verða komin til grafar? Einhverjir dónar verða líklegast sóttir til saka og enn færri sakfelldir fyrir ekki mjög stórvægilegar sakir. Um restina verður rifist á póitískum vettvangi um aldur.


mbl.is Joly sérstakur ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn einn rannsóknaraðilinn?  Hópur rannsakendanna var of fámennur.  Fyrst var skipuð 3ja manna rannsóknarnefnd og síðan stofnað embætti sérstaks saksóknara, sem hafði 4 menn sér til hjálpar.  Og að sérstökum saksóknara og Joli meðtöldum, eru það 9 menn.  Og það er eins og þú sért að segja að það sé of mikið af rannsakendum.  Þó eru ýmsir sem halda að það þurfi miklu stærri hóp í verkið.  Og ég tek undir það.   Hvaða niðurstöðu munu 9 menn (og tala ekki um færri) ná í svo víðtæku spillingarmáli?  Lika, það þarf að eyða peningum í rannsóknina.   Rannsólknir verða ekki unnar öðruvísi.  

EE elle (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband