Farsćll leiđtogi ...

Eitt af ţví sem gerir Anders Fogh farsćlan leiđtoga er hve vel honum hefur tekist ađ leiđa sinn eigin flokk og ríkisstjórnina án ţess ađ setja sjálfan sig í sviđsljósiđ. Hann komst sumpart til valda í skjóli vandrćđagangs hjá sósíaldemókrötum á sínum tíma en núverandi formađur ţess flokks, Helle Thorning-Schmidt, hefur ekki náđ vopnum sínum á undanförnum árum. Hún bíđur ţess ađ Fogh misstígi sig ţví mjótt er á munum í danskri pólitík á milli borgaralega blokkarinnar og vinstri manna og hefur svo veriđ um langan aldur. Ef Fogh heldur til starfa fyrir NATO mun draumur vinsti manna vćntanlega rćtast um komast ađ kjötkötlunum í Danaveldi, ţví eftirmađur hans er ekki sá leiđtogi sem Danir horfa eftir og Íhaldsmenn eiga enn langt í land međ ađ ná fyrri vinsćldum.

Fogh hefur stýrt danskri velferđ farsćllega um árabil. Efnahagurinn danski hefur blómstrađ, atvinnuleysi minna en hefur veriđ um langan aldur og atvinnuvegirnir hafa fengiđ ađ dafna, ţrátt fyrir ofursköttun á nćr flestum sviđum mannlífsins í ţessu einu mesta velferđarríki heims. Og ţrátt fyrir miklar opinberar tekjur frá atvinnulífinu og annars stađar frá hafa ţćr í raun ekki veriđ nćgar, ţví velferđin krefst sífellt aukinna útgjalda.  Má ţar m.a. nefna skólabyggingar í niđurníđslu um alla Danmörk - sem ég kannast m.a. viđ af eigin raun. Ţađ mun ţví reyna á hryggjarstykki efnahagsins í ţrengingunum sem blasa viđ Dönum, líkt og öđrum um ţessar mundir.


mbl.is Líf stjórnarinnar veltur á Fogh
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fađir Fogh-Rasmussen var skólastjóri míns skóla í Danmörku og kynntist ég honum lítillega. Hafa skal í huga ađ eftirnöfnin eru tvö.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.3.2009 kl. 12:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband