Viðkvæmnin yfir ræðu Davíðs

Það hafa margir tjáð sig um ræðu Davíðs Oddssonar á landsfundi Sjálfstæðismanna. Sumir segja að ræðan hafi yfirskyggt sjálfan fundinn, jafnvel kosninguna til formanns. Davíð Oddsson er vissulega þungavigtarmaður. Hann átti sinn þátt í að kollvarpa ríkisstjórn Geirs H. Haarde og fyrstu vikurnar í lífi núverandi minnihlutastjórnar fóru í að koma honum frá störfum úr seðlabankanum. Hann eyddi t.d. upphafsorðum ræðu sinnar í að gagnrýna þann gjörning á sinn sérstaka máta og hafa margir fyllst ógurlegri viðkvæmni yfir þeim orðum.

Margur ágætur maðurinn hefur tapað sér í atyrðaflaumnum um Davíð Oddsson á undanförnum mánuðum, jafnvel árum. Reyndar hefur það tíðkast hjá sumum pólitískum andstæðingum hans um langan aldur. Svo rammt kveður að þessu að sumir eru hættir að taka eftir formælingunum og þykir sjálfsagt að kalla hann öllum illum nöfnum og ef ekki annað gefst, að fullyrða að maðurinn sé geðbilaður. Sálarlíf margra hefur á köflum snúist um óvild í garð Davíðs Oddssonar. Eins og gefur að skilja er þetta ekki hollt en passar e.t.v. vel við áráttu margra að tala illa um náungann.

Í ræðunni á landsfundinum vék Davíð Oddsson að mörgu og mörgum. Fundarmenn höfðu sem von var nokkuð gaman að karlinum, enda er hann málsnjall og stundum fyndinn. Reyndar held ég að margir hafi saknað þess að einhver stigi upp í pontu og segði meiningu sína umbúðalaust og svöruðu andstæðingum Sjálfstæðisflokksins fullum hálsi. Hann fyllti menn eldmóð í stutta stund. Að vísu skaut hann sig í fótinn í gagnrýni sinni á samflokksmenn sína, sem gerði það að verkum að biturt bragð var af orðum hans í hugum margra Sjálfstæðismanna.

Það hefur verið skondið að heyra suma karla og konur hneykslast yfir orðræðu Davíðs. Sama fólki hefur ekki munað um að ata manninn auri hvenær og hvar sem færi gefst en fyllist nú heilögum anda yfir skammaryrðum og myndlíkingum mannsins. Hinir aðeins klárari hafa farið í þekktan svikaham, að gefa í skyn að Davíð væri ekki heill á geðsmunum, líkt og Sigurður G. gerði á útvarpi Sögu í gær, mánudaginn eftir ræðuna góðu. Það er stundum áhrifaríkt að veitast að persónum manna, líkt og hefur verið gert gagnvart Davíð um árabil. Allra best er ef hægt er að gefa í skyn að maðurinn sé klikk.

Svona baðar stór hluti Íslendinga sig í skítkasti á Davíð Oddssyni og þykir sumum sjálfsagt og eðlilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ræðan var ósmekkleg. Stráksleg. Full af hroka, hatri og mannfyrirlitningu. Hefði kannski betur átt við á Kúttmagakvöldi hjá Lions, yfir 300 fullum körlum. Alls ekki á landsfundi í beinni útsendingu.

Björn Birgisson, 31.3.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Þetta var stórkostleg ræða hjá Davíð Oddsyni,þarna kom nú bara sannleikur í ljós,menn eru fljótir að gleyma,ekki er langt síðan við hylltum þennan stórkostlegan snilling fyrir góð störf sem forsætisráðherra,við værum ekki í þessari stöðu í dag,ef Davíð væri en við völd,að mínu mati,Davíð var lagður í einelti til að losna við hann sem seðlabankastjóra,og ríkisstjórinn braut lög,og réði norðmann í hans starf,það er allt í lagi að brjóta lög.þegar ríkið á í hlut,ekki satt.??? Nei Davíð þorir þó að láta menn heyra það, enginn þjóð á svona skemmtilegan skemmtikraft á öllum norðurlöndum,hvaða þjóð á fyrrverandi forsætisráðherra sem getur sprengt í loft upp 2000 félagsmenn úr HLÁTRI.bara spyr??? enginn,ræða hans var þvílík snilld,góður húmor,bráð skemmtileg fyrir alla fundamenn,nema Vilhjálm,hann grét(held nú úr hlátri,hahaahh) Okkur Íslendingum veitir ekki af fleirum svona snillingum til að stjórna,en ekki leita út fyrir landið,það er kannski til einn en svona klár.HA HA HA HE HE HE.

Jóhannes Guðnason, 31.3.2009 kl. 10:03

3 identicon

Ég held að þessi ræða hafi ekki fallið í kramið hjá hinum unga óháða kjósanda. Þarna var gamall gráhærður pólítíkus að upphefja sjálfan sig á kosnað annara. Og það versta var að öll hirðfíflinn hlógu með. Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn verði að fullri alvöru að fara í sjálfskoðun því svona er honum ekki til framdráttar.

Margrét (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 12:20

4 identicon

Líklega hefur Doddsinn þarna lagt grundvöllinn að háðulegustu útreið sjálfgræðisflokksins í kosningum til þessa. Hallelúja.

Ullarlagðurinn (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 13:39

5 identicon

Mótmælendur hrópuðu "burt með Davíð" Davíð fór. Landslýður er fátækari krónan gaf eftir, er ekki evran í 163 í dag? Vextirnir úr 18-17 er það lækkunin sem mótmælendur voru að byðja um?

Palli (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 13:57

6 identicon

Hvað ef Davíð hefur nú rétt fyrir sér ?  Ég er nú einn af þeim sem held því fram að Davíð sé ekki búinn að segja allt sem hann veit og hann hafi tangarhald á ansi mörgum, jafnvel innan sjálfstæðisflokksins.  Vitneskju sem á eftir að koma upp á yfirborðið.......eða ekki.

Ég held að Davíð muni velja tímann til að segja allt það sem hann veit.  Sá tími gæti tæplega verið kortéri fyrir kosningar ef grunur minn er réttur.  Ég myndi frekar giska á að hann eigi metsölubókina fyrir næstu jól.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 14:39

7 identicon

Ykkur sjöllum er nú ekki viðbjargandi. Er ekki Davíð líka Jesús Kristur endurborinn?

Kallinn er fyndinn og bráðgáfaður en rak hér því miður pólitík sem er kominn í andlegt og fjárhagslegt gjaldþrot. Hvenær ætlar þessi hjörð ykkar eiginlega að sætta sig við það og reyna að horfa fram á veginn? Gleymiði kallinum, hann er "old news". Þessi ræða hans var aumkunarlegur svanasöngur gamals, biturs manns, brandararnir voru ekki einu sinni fyndnir og frekar fyrirsjáanlegir. Ég bíð frekar í miklu ofvæni eftir sjálfsævisögunni, þar mun kallinn nú örugglega njóta sín vel :-)

Ólafur Magnússon (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:51

8 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Frábær ræða hjá Davíð og þeir sem kjósa að misskilja hana eru bara ekki nógu upplýstir.   Mætti ekki sýna meiri frumleika í eftirfarandi orðagjálfri : Sjallar, hjörð, hirðfífl, allt eru þetta upphrópanir þeirra sem vita ekki betur, skilja ekki, vantar kannski frumleika?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband