Bjarni, Sigmundur og Steingrímur stóðu upp úr í kvöld

Steingrímur flutti mál sitt af alkunnri orðfimi, gerði vel grein fyrir sumum málum en skorti nokkuð upp á sannfærandi lausnir á vandanum. Svo var hann líka svo vel snyrtur og færður í ný föt, alveg móðins og ég veit ekki hvað. Hann kemur alltaf vel út, alveg þar til hann þarf að skýra sín stefnumál en þá skortir hann þá heildarsýn sem menn á borð við Bjarna og Sigmund hafa.

Það er of spilað á skoðanakannanir og populisma hjá stjórnvöldum þessa dagana. Þau eru að vinna að tilteknum málum sem sögð eru taka á vanda heimilanna - en að vísu hefur nær ekkert sést til þess að takast á við vanda fyrirtækjanna. Sum þessara ráða eru unnin í mikilli sátt á alþingi og hafa jafnvel verið í vinnslu frá tíma ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Núverandi stjórnvöld virðast m.a. ekki geta sýnt þann heiðarleika að viðurkenna það.

Hvað sem segja má um bjargráð núverandi eða fyrrverandi ríkisstjórnar þá er ljóst að í þeim felast engin vatnaskil. Ekki einu sinni flokksdindlar núverandi ríkisstjórnar geta haldið því fram. Það sem Bjarni og Sigmundur höfðu fram að færa í sínum málflutningi var bæði sennilegt og skynsamlegt. Ekki fleiri álögur á heimilin, í ljósi þess að efnahagsvandinn er að sliga þau. Þetta sér allt skynsamt fólk. Mikilvægast er að skapa störf, sem byggi upp skattagrunn.

Vitanlega þarf hið opinbera að leggja drög að uppbyggingu í stóriðju, sem þátt í því að störf bjóðist þeim þúsundum Íslendinga sem eru nú án atvinnu. Það þarf að endurreisa bankakerfið, en um það eru allir sammála, svo fljótt sem auðið er en það er forsenda þess að einstaklingar og fyrirtæki geti sótt fram á nýjan leik. Það býr í fólki frumkraftur og áræðni, sem leysist úr læðingi við hagstæð skilyrði. Þau skilyrði þarf að skapa, eins og Bjarni og Sigmundur bentu réttilega á.

Það kom ýmislegt fleira gott upp úr krafsinu í kvöld, sérstaklega þegar menn gleymdu því að skjóta skeytum að andstæðingunum. Meira að segja Ástráður náði inn einni eða tveimur athugasemdum sem voru ágætar. Síst þóttu mér þau Guðjón og Jóhanna. Guðjón talaði óskýrt á köflum og hefði getað tjáð sig um fiskveiðarnar mun betur. Jóhanna bauð upp á fátt annað en ESB og þreytta rullu um fjölda aðgerða, sem enginn vill vita af og minnti óneitanlega á forvera sinn í tilsvörum síðustu ríkisstjórnar. 

Að vísu gleymdi ég einum í upptalningunni en mig grunar, að þrátt fyrir all góða framkomu, hafi málflutningur hans ekki unnið Borgarahreyfingunni mikið fylgi. Það er erfitt að vera nýr að etja kappi við fjórflokkinn/fimmflokkinn og þarf afar öflugan einstakling til þess að marka spor í hugum kjósenda. Það verður forvitnilegt að sjá hvort honum hafi tekist að ávinna sér traust einhverra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sveinn, ég hefði alveg viljað sjá Guðjón standa sig betur en því miður var það nú ekki. Það hlýtur að vera ljóst að saga Frjálslyndra er á enda, alla vega í bili. Ég hefði kosið að sjá ýmis mál þeirra ná framgangi en eins og málin líta út fyrir núna verður það ekki.

Annars sagði ég Bjarni, Sigmundur og Steingrímur - allt af ólíkum ástæðum - en eins og gefur að skilja eru það einungis mínar persónulegu ástæður. Eins og Sigmundur og Bjarni töluðu hefði ég viljað sjá þessa menn ná höndum saman og takast á við aðsteðjandi vanda. Þeirra málflutningur var fyrir mér sannfærandi en Sigmundur þó eitthvað málgleggri en hugmyndafræði Bjarna, sem skein í gegn, var heilbrigð og jákvæð, sem ætlar hinu opinbera að smíða ramma sem einstaklingar og fyrirtæki geta starfað í. Þetta vilja nú flestir, þó svo að sumir geti ekki á heilum sér tekið yfir Sjálfstæðisflokknum.

Ólafur Als, 3.4.2009 kl. 22:14

2 identicon

Algjörlega ósammála þér. Mér fannst eiinmitt Bjarni og Sigmundur standa sig verst. Jóhanna og Steingrímur voru best eins og búast mátti við.

Ína (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Ólafur Als

Sveinn, ég geri fastlega ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn verði utan ríkisstjórnar eftir kosningar - en það breytir ekki orðum mínum um það, hvað ég teldi til velfarnaðar fyrir þjóðina. Þegar kemur að því að ræða málin af viti duga ekki frasarnir þínir - eitthvað haldbærara verður maður að gera kröfu um.

Ólafur Als, 3.4.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Ólafur Als

Ína, ertu ekki bara einn af flokksdindlum ríkisstjórnarinnar?

Ólafur Als, 3.4.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Ólafur Als

Ekki í þeim skilningi sem þú setur upp.

Frasar um slökkvilið og brennuvarga tilheyra ekki umræðu um úrlausnir. Þar verða menn að benda á eitthvað haldbærara. T.d. hvað er til ráða - annað en að úthúða Sjöllum. Mér er í raun sama hver vinnur að góðum verkum, bara að þau verði unnin. Ég er smeykur um að áherslur þessarar og næstu ríkisstjórnar verði ekki til þess að koma okkur sem fyrst upp úr kreppunni.

Hið nýja Ísland tel ég tálsýn, því of mikið er til þeirrar draumsýnar ætlast og það sem er að nú er ekki jafn slæmt og margir vilja vera láta. Svona er hægt að halda áfram en það sem mest er um vert ef menn vilja í raun ræða framtíðina er, þrátt fyrir allt það sem flestir voru sammála um í kvöld (að Jóhönnu slepptri, sem vill bara ESB): Íslendingar verða sjálfir að takast á við vandann.

Ólafur Als, 3.4.2009 kl. 23:08

6 Smámynd: Offari

Mér fannst Ástþór standa sig best. Þið bara föttuðuð það ekki því þið hlustuðu ekki á hann.

Offari, 3.4.2009 kl. 23:11

7 Smámynd: Ólafur Als

Svona er maður nú tregur þegar á reynir, Offari.

Ólafur Als, 3.4.2009 kl. 23:21

8 Smámynd: Ólafur Als

Sveinn, varla verður þér mikið ágengt með málflutningi af þessu tagi?

Hvað um það ... það er áhugi fyrir því að byggja álver í Helguvík og framkvæmdir komnar nokkuð á veg - þú mátt því éta þitt eigið bull ofan í þig góurinn hvað það varðar - en það er réttilega erfitt með fjármögnun til orkuverkefna þó svo að OR hafi nýverið fengið lán. Það mun koma, trúi ég innan ekki langs tíma. 

Annað í málflutningi bæði Bjarna og Sigmundar var með góðum og réttum áherslum, t.d. hvað varðaði þær álögur sem hægt er að setja á heimilin í landinu, tiltrú á að einstaklingar og fyrirtæki muni dafna, verði þeim sköpuð skilyrði til þess (Bjarni var nú reyndar einn um að setja þetta í þennan búning). Fleira mætti til telja, en eins og ég sagði í meginmáli mínu voru fleiri sem komu með ágætar tillögur eða viðruðu áhugaverða hluti. 

Þinn málflutningur, Sveinn Önd, fellur nú ekki undir það að vera mjög málefnalegur - ætli við verðum ekki sættast á að vera ósammála. Við skulum vera sammála um það, ekki satt?

Ólafur Als, 3.4.2009 kl. 23:29

9 identicon

þú hlítur þá að vera fyrrverandi flokksdindill.

dodds (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:52

10 Smámynd: Ólafur Als

Nei, ég hlýt að vera núverandi flokksdindill, dodds. Enginn má sköpum renna.

Sveinn, í staðinn fyrir minnkandi skatttekjur er best að hyggja að því að fleiri borgi skatta - en það var megininntak Bjarna þegar rætt var um hvernig ætti að finna ný störf og huga að framtíðinni. Það fæst ekki með auknum sköttum á heimili sem þegar eiga í vandræðum. Almennt snúast skattar um meðaljónann, en ekki hátekjufólk. Ef menn vilja skattleggja sérstaklega þann hóp fæ ég ekki séð að staðið verði í vegi fyrir því - vandamálið er að það skilar ekki miklu - NEMA eigi að krukka í tekjur rétt fyrir ofan meðalið. Einnig mætti huga að auknum tekjutengingum, eins og Bjarni vék að, sem tryggir að tekjulægri verði minna skattlagðir en hinir tekjumeiri. Þessu hafa vinstri menn verið á köflum mótfallnir á síðustu árum, því miður. Annað mál, sem taka má á og Steingrímur benti á en það eru þeir einstaklingar sem borga einungis rentuskatt - slíkir einstaklingar þurfa vitanlega að borga útsvar. En hvernig sem á þetta er litið er ekki um stórar upphæðir að ræða. Stærsta málið verður eftir sem áður að finna ný störf og skapa grundvöll fyrir einstaklinga og fyrirtæki að hefja uppbyggingu á ný. Um það snýst framtíð þessa lands en ekki upphrópanir þínar.

Annars er þessi umræða ekki mjög uppbyggileg, Sveinn. Mér þætti vænna um að fá að ræða við mann sem er málefnalegri og rökvísari en þú. 

Ólafur Als, 4.4.2009 kl. 00:38

11 Smámynd: Ólafur Als

Sveinn, er þetta ekki mynd af önd en ekki þér? Og ekki hvaða önd sem er, heldur nískustu öndinni af þeim öllum. Ég held að hvítflibbauppnefningin festist seint við mig í ljósi þess hvað ég hef fyrir starfi ...

Ég skil ekki þessa þjónustugjaldaáráttu hjá þér. Það má vel vera að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þrýst á það en þau hafa reyndar verið við lýði áratugum saman - reyndar voru málefni heilbrigðiskerfisins undir hatti Alþýðuflokksins og síðar Framsóknarmanna áður en Sjálfstæðismenn tóku að sér heilbrigðisráðuneytið fyrir tveimur árum síðan. Án alþingis og samstarfsflokka hefðu þau ekki orðið að því sem þau eru og því ekki alfarið á ábyrgð eins flokks.

Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og samstarfsaðila var einnig komið á þaki á greiðslum vegna keyptrar þjónustu hjá heilbrigðiskerfinu og eldri borgarar og öryrkjar njóta sérkjara. Það virðist oft gleymast að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið einn við völd, kratar komu að kjötkötlunum í á sjötta ár, svo dæmi sé tekið. 

Eins og és kom að áður í athugasemd og í öðrum bloggskrifum, geri ég ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn verði utan stjórnar næsta kjörtímabil. Ég hef spáð því að ríkisstjórnin sem tekur við muni ekki lifa út kjörtímabilið - ég held að togstreitan um ESB, stærð og umfang fyrirséðs niðurskurðar á ríkisútgjöldum og velferðarkerfinu muni reynast Sf og VG um megn. En stærstu áhyggjur mínar snúast um að treysta þessum flokkum til þess að til framtíðar byggja lífvænlegt umhverfi fyrir atvinnuvegina. Ekkert nema olíufundur gæti forðað þeirri ríkisstjórn frá því að springa.

Ólafur Als, 4.4.2009 kl. 01:54

12 Smámynd: Ólafur Als

Nei, ætli það. Hvað sjálfan mig varðar tel ég Samfylininguna ekki hæfa til samstarfs. Ég batt miklar vonir við hana fyrir tæpum tveimur árum, þegar hún ræddi mikið um sitt frjálslynda jafnaðarmannaeðli. Nú virðist hún ekki kannast við slíkt frekar en það að hafa verið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt þykir mér ekki stórmannlegt, enda eru kratar kunnir af sínum sjálfbyrgingshætti og enginn klappar jafn vel á bakið á sjálfum sér og hinir sjálfhverfu kratar.

Ólafur Als, 4.4.2009 kl. 10:02

13 identicon

Sveinn Elías mér finnst þú mjög ómálefnalegur. Það er hægt að ræða saman á málefnalegum nótum þú hefur margt gott að segja sem kemst ekki til skila svona :). 

Annars verð ég að vera sammála, mér fannst Bjarni og Sigmundur standa sig mjög vel og kanski ekki að ástæðulausu ? þeir eru ungir og allt öðruvísi politíkusar heldur en hinir þingmennirnir sem voru þarna í þættinum  spurning með að yngja upp ?  Steingrímu víkja fyrir Katrínu?   En málið er það þarf eitthvað að ské..   Þetta með það að Bjarni nefndi álver og annað slíkt, ég meina afhverju ekki ?  það sárVANTAR atvinnu núna, ekki nema 18 þúsund mans atvinnulaus eitthvað þarf að ské fólk getur ekki staðið við skuldbindingar sínar ef það er ekki í neinni vinnu því bæturnar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir.. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 18:24

14 identicon

Mér fannst hörmulegt að hlusta á málflutning "moðhausana",Steingríms og Jóhönnu. Sama gamla tuggan, ekkert nýtt, engin frjó hugsun, gjörsamlega andlaust fólk. Sá sem stóð upp úr og þorði að koma með eithvað nýtt var Þór Saari talsmaður Borgarahreyfingarinnar. Þar er maður sem er ekki fastur í  "moðhausatuggu" gamla fjórflokksins. 

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 18:30

15 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þó að rök Sveins séu hér þér ekki að skapi Ólafur að þá leggur hann fram, eins og þú, sýna skoðun á málinu.

Persónulega fannst mér Bjarni koma skelfilega illa út í þessum þætti. Hann sat afkáralega, var óöruggur og bar með sér það fas að hann hefði slæman málstað að verja. Hann var enda að tala gegn ýmsu sem hann sjálfur vildi gera fyrir landsfund, en landsfundur samþykkti ekki og því þarf hann sem formaður nú að tala gegn eigin orðum í nafni flokksins.

Verst af öllu var samt að hlusta á hann þegar hann fullyrti að með stóriðju framkvæmdum myndi skapast hér þúsundir starfa, já hann nefndi meira að segja töluna 20.000 störf. Leið svo hræðilega á eftir enda gat hann ekki með nokkru móti nefnt hvar þau störf myndu myndast.

Stóriðju umræðan er bara blekkingarleikur í dag, meðan að við sjáum ekki hvernig ætti að fjármagna verkið er algert ábyrgðarleysi að vera að sveifla því framan í fólk. Það er ekki líklegt lausn á vandanum til skemmri tíma.

En ég verð að lýsa yfir ánægju minni með falleg orð frá þér til Þórs Saari. Mér fannst hann koma afskaplega vel út þarna, hann var afslappaður og jarðbundinn og tók ekki þátt í röklausu karpinu sem fór alltaf þarna af stað inn á milli. Við þurfum það núna, fólk sem talar bara hreint út og gengur í verkin án allra hagsmunatengsla.

Baldvin Jónsson, 4.4.2009 kl. 19:40

16 Smámynd: halkatla

Ég sá þetta ekki en næ að ímynda mér flottheitin á Steingrími, takk fyrir að lýsa honum svona vel :)

halkatla, 4.4.2009 kl. 19:43

17 Smámynd: Ólafur Als

Baldvin, hér ferðu ekki með rétt mál. Bjarni og fleiri segja sem er að við uppbyggingu álvera og orkuvera skapist til skamms tíma þúsundir starfa. Það er hárrétt. Til frambúðar vitanlega færri með beinum hætti en einhver þúsund samt, sé allt tekið inn í myndina. Um þetta þarf ekki að þrætta í alvarlegri umræðu.

Bjarni leggur megináherslu á að hér verði að skapa almenn góð skilyrði til þess að einstaklingar og fyrirtæki nái að sækja fram. Ég er honum 100% sammála en Sigmundur talaði á sömu nótum. Fyrir utan ríkiskapitalismann sem orkusalan er vafin innan í trúi ég á almenna aðkomu hins opinbera að vinnumarkaðnum - að skapa skilyrði til vaxtar. Um þetta ætti nú flest skynsamt fólk að sammælast í stað þess m.a. að trúa á fjallagrasahagfræðina lengst frá vinstri.  Hins vegar er tímabundið hægt að fara í opinberan framkvæmdir til þess að skapa störf og um það held ég að allir séu sammála.

Við þurfum ekki að fjármagna stóriðjuframkvæmdina, en hún er eins og þú ættir að vita nokkuð á veg komin í Helguvík. Það horfir ekki jafn vel með orkuframkvæmdir, þó OR hafi nýyverið fengið lán að utan en ég geri ráð fyrir að úr þessu rætist, þó síðar verði. Ef ekki, getum við allt eins pakkað saman, því orkufreki iðnaðurinn hefur til þessa þótt öruggur orkukaupandi og Landsvirkjun hefur ávallt staðið við skuldbindingar sínar, ásamt með OR. 

Skoðun þinni á Bjarna deili ég ekki með þér en dettur ekki í hug að fá þig ofan af því hvernig þér þótti Bjarni sitja í stólnum. Þór Saari varð að vísu uppvís að eilitlu karpi, þó svo að hann væri ekki stórtækur í þeim efnum. Segja má að Jóhanna hafi toppað þann skala. 

Anna Karen, það þarf nú ekki mikið til þess að gleðja þig. En þrátt fyrir að Steingrímur hafi komið vel fyrir er það nú samt skoðun mín að íslenskt atvinnulíf hafi ekki efni á að VG verði of lengi við stjórnvölinn.

Ólafur Als, 4.4.2009 kl. 20:31

18 Smámynd: halkatla

Steingrímur gleður mig svo mjög, það er ósköp einfalt

halkatla, 4.4.2009 kl. 21:13

19 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvet þig til að horfa á þetta aftur Ólafur, er að hafa þetta eftir Bjarna sjálfum. Hann talaði um 20.000 þúsund störf. Þegar mest varð við Kárahnjúkavirkjun, sem er lang stærsta framkvæmd sem farið hefur verið í á Íslandi, voru þar um 6.000 bein og afleidd störf.

Það sem er þó rengst við þessa fullyrðingu Bjarna er að hann veit sem er að hér verður ekki farið í stóriðjuframkvæmd vegna álvers á næstu árum. Það fást ekki nema afar dýr lán og öll stóru álfyrirtækin eru í mikilli vörn vegna snarminnkandi eftirspurnar og lækkandi verðs á áli í heiminum. Samkvæmt nýjustu fréttum er til að mynda Rio Tinto á barmi gjaldþrots og mun væntanlega ekki lifa af þessar þrengingar.

Kostnaðurinn sem þegar er búið að leggja út í vegna Helguvíkur er líklega um 10-12% af heildarkosnaðinum og eftirstöðvarnar liggur ekki fyrir hvernig ætti að fjármagna. Þú reiknar með að úr rætist "þótt síðar verði" og það er nákvæmlega það sem ég var að segja hér að ofan. Það mun ekki rætast úr í bráð og því eru það blekkingar að halda slíku fram.

Þór Saari karpaði að mínu mati ekki, hann benti Bjarna og Steingrími þó á rangindi máls þeirra einu sinni eða tvisvar og þeir gátu að virtist ekki rökstutt mál sitt.

Mitt mat eftir þennan þátt sem fyrrum Sjálfstæðisflokksmaður en ennþá núverandi Sjálfstæðismaður, er að það mun verða þjóðinni til framdráttar og minnka vægi Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum að hafa Bjarna í þessu forystuhlutverki. Ég tel það af hinu góða til skemmri tíma litið að Sjálfstæðisflokkurinn fái nokkra hvíld frá því að leiða hér lýðinn. Langvarandi valdaseta flokksins hefur ekki reynst honum sjálfum vel.

Ég skilgreini í dag mikinn mun á því að vera Sjálfstæðismaður og Sjálfstæðisflokksmaður, því augljóslega framseldi Sjálfstæðisflokkurinn gróflega sjálfræði þjóðarinnar til AGS þegar þeir leituðu til þeirra og gengu að öllum skilyrðum AGS fyrir lánveitingu án nokkurra tilraunar til samninga þar um. Að sögn eins talsmanna AGS hefur það víst aldrei áður gerst í samstarfi þeirra við vestrænt ríki.

Baldvin Jónsson, 4.4.2009 kl. 22:22

20 identicon

Hvað þroskahefta önd er þetta?  stríðnispúki?  henni getur varla verið alvara greyinu.  en hvað um það :) jóhanna hafði jafn lítið um hlutina að segja eins og samkynhneigð flugfreyja gæti haft um málið að segja.  ástþór fór ekki með rangt mál þar.  hún er vanhæf,,,,ekki sem manneskja, heldur skortir hana þekkingu.  steingrímur joð :D  vá hvað hann talar á öðrum nótum nú en áður en hann gekk í þessa jafn vanhæfu ríkisstjórn og var síðast.  þetta kallasta u-beygja á eiginn orðum.

 Fólk má segja hvað sem það vill um ástþór en hans hugmyndir að ráða fagfólk í verkið er bara flott.  sparar okkur pening. 

langar svo að bæta við um ólinu þorvarðardóttir.  hún laug.  henni fannst það í lagi vegna þess að herbert og sigmundur áttu að hafa móðgað hana.  og það fyndnasta við vælið í henni er að þetta átti að tengjast því að hún er kona :D  kjaftæði

Hérna voru ráðnar 2 bankastýrur og það var víst sagt að konur kynnu meira með ábyrgð og fjármuni að fara.  hver gleymir 180 millu láni?  og já elínu fannst það í lagi að vera með 1.950.000 á mánuði.

en að upphafi þessa pistils.  hvaða þroskahefta önd er þetta?

Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband