6.4.2009 | 19:50
Hin sjálfhverfa sýn íslenskra jafnaðarmanna
Ég þreytist seint á að benda á hve mér þykja kratar sjálfhverfir og sjálfbirgingslegir. Nú er það ekki svo að kratar séu einir um að þykja sínir fuglar fagrir eða að þeirra skoðanir toppi skalann. Langt í frá. Hins vegar er það með eindæmum þegar þeir kafa dýpra í leitinni að grunni stjórnmálaskoðana sinna. Þá er eins og slái út í fyrir mörgum jafnaðarmanninum, hann sjálfhverfist og gerist mærðarlegur, jafnvel svo að hann kemst við yfir eigin ágæti.
Það er ekki til betra klapplið en sjálfumglaðir jafnaðarmenn, sem að vísu voru fyrir stuttu flestir frjálslyndir en hafa uppgötvað nýverið félagshyggjustrenginn í sér. Reyndar skilja þeir ekki, fremur en margur annar, að við erum öll með tilhneigingar til frelsis og félags, bara í misjöfnum skömmtum. Samkvæmt þessu hlutfalli röðumst við flest eins og baunir á litrófsbandið á milli frjálshyggju og félagshyggju.
Vegna þess hve krötum líkar svo vel við sig er þeim og í mun að aðrir deili þeirri skoðun sinni. Enn og aftur eiga þeir þetta sammerkt með flestum öðrum. Íslenskir jafnaðarmenn vilja vinna að framgangi sinna baráttumála en í ofanálag bætist að þeir skilja stundum ekki hvers vegna aðrir sjá ekki ljósið sem lýsir þeim. Hugsjónir þeirra og lífsviðhorf þykir þeim svo íðafagurt að þeir skilja ekki af hverju aðrir taka ekki undir þeirra sjónarmið.
Sósíalistar á árum áður - og ef til vill enn - vour raunsærri. Þeir voru sjaldnast að klappa sjálfum sér á bakið fyrir að vera svona ofboðslega góðhjartaðir. Reyndar leiddist þeim á köflum mærðin í krötunum enda litu þeir nú svo á að þeir væru svikarar við hinar sterku félagshyggjuhugsjónir sem grundvölluðust á stéttabaráttu og átökum við borgaralegu öfl. Kratar vildu vera vinir til vinstri og hægri og það kom sér stundum vel fyrir þá og tryggði þeim á köflum embætti og vegtyllur.
Vegna þess hve jafnaðarstefnan sjálfhverfist í kringum fagurleit fyrirheit um eigið ágæti er þeim sem aðhyllast þá stefnu í mun að líta vel út í augum almennings - ekki bara þeirra sem kjósa þá. Þeir eru því manna gjarnastir til þess að elta skoðanakannanir eins og tískudrós eltir tískuna. Þess vegna, m.a., geta þeir verið hneykslaðir yfir sjálfstæðismönnum þessa dagana en gert hosur sínar rauðgrænar (!) fyrir vinstri grænum.
Einu sinni var Samfylkingin sætasta stelpan á ballinu. Nú vill hún vera sú vinsælasta og hún hræðist ekki nokkuð meira en að missa þá vegtyllu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
Athugasemdir
Tveir menn í silfur egills í gær hvöttu íslendinga til að hætta að borga. svo kemur einhver já ábyggilega núna ef ekki alltaf samfylkingarsnuðra að nafni gilsi. segir að ef við hættum að borga þá fara illa fyrir okkur. hvað gerði argentína? þeim þóknaðist ekki að borga og í dag er allt betra hjá þeim. hvað ráðleggur AGS öðrum evrópu þjóðum? taka upp einhliða evru. hvað hugnast samfylkingunni ekki? nú að bæta kjör íslendinga með því að móðga esb. ææ nú erum við í vondum málum. við erum föst með samfylkingu sem vill í esb sama hvað það kostar okkur.
hvað er það annað en spilling?
En ok segjum svo að þetta sé ekki spilling. Stjórnmál á Íslandi virka á mig eins og enski boltinn. Þú er off fyrir púllara ef þú ert man.utd og öfugt. þetta virkar eins og sandkassaleikur.
Gerum nú það rétta. móðgum aðra því allar þessar þjóðir eiga eftir að stiffa lánadrottna sína. Enda hefur USA aldrei staðið í skilum. Kjósum nú rétt. Kjósum ALDREI SAMFYLKINGUNA.
Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 20:42
Bæta við. hluti af vandmálinu er það sem dorrit sagði. ísland er stórasta land í heimi. en þegar á hólminn er komið þá eru íslendingar alltaf haldnir minnimáttakennd og stjörnudýrkun. hvað er össur að gera á mynd með obama? össur vill selja landið frá okkur. hvað borga álver í raforku? er það ekki þannig að þau fá borgað með sér? hvað borga gróðurhús fyrir raforku? hvað borga heimilinn?
Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 20:47
Undirritaður - ævarandi bloggvinur,spyr: Hvert er álit síðuhöfundar?
Hlédís, 6.4.2009 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.