15.4.2009 | 09:54
Hinn blaktandi rauðgræni fáni skrílsins
Til þessa hefur hústökulið á Íslandi aðallega verið rónar, eiturlyfjasjúklingar og annað ógæfufólk sem hefur um skemmri eða lengri tíma komið sér fyrir í niðurníddum kofum í miðbæ Reykjavíkur. Hústökulið af því tagi sem við sáum á Vitastígnum er af öðrum toga. Þeir einstaklingar, sem hafa sökum fíknar sinnar misst frá sér líf sitt og reisn, eiga lítið skylt með þessu unga fólki sem sannarlega má líkja við skríl. Fíkn eiturlyfjaneytandans hefur rænt hann lífi sínu og heilbrigðu vit, afsökun þessa fólks er af öðrum toga.
Hústökufólkið þykist hafa vit, margt hvert í háskóla að fóðra sínar róttæku hugsanir. Þetta er fólkið sem leiddi búsáhaldabyltingu Vinstri grænna hér á dögunum. Þessi skríll á sér systur og bræður úti í hinum stóra heimi, sem fer um með arabaklúta á höfðum og eldsprengjur í hönd þegar mótmæla er þörf. Með hjálp íslenskra fjárglæframanna hefur verið blásið lífi í frasana frá dögum Komintern á ný. Áþrykktar myndir af Che Guevara, manninum sem byggði upp þræla- og fangabúðir á Kúbu, prýða klæðnað skrílsins ásamt með steyttum hnefa byltingarinnar.
Orðfæri þessa reiða fólks er varðað lærðum frösum úr smiðju alræðisafla tuttugustu aldar. Á meðan eiturlyfjasjúklingurinn reynir að verða sér úti um næsta skammt fer hústökulýðurinn með slagara úr fortíð sósíalismans. Á meðan eiturlyfjasjúklingurinn þarfnast staðar til þess að geta hallað sínu höfði í friði frá skarkala umheimsins vill skríllinn á vegum Vinstri grænna taka lögin í sínar hendur, hrópandi byltingarkennda uppvakninga. Það á vel við hið forna máltæki að vont sé þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti.
Lögregla rýmir Vatnsstíg 4 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.4.2009 kl. 21:42 | Facebook
Athugasemdir
þekkir þú svo mikið sem einn af þessum skríl? hefurðu komið í miðbæinn nýlega? hvað hefurðu svona mikið á móti ungu fólki sem vill meira réttlæti? ungt fólk sem hefur verið rænt aleigunni og er síðan barið niður með gasi og kylfum? afhverju í óksöpunum ertu að verja þessa auðmenn sem eru ekki einu sinni á landinu meðan þeir láta falleg gömul hús drabbast niður svo þeir geti grætt meira, og leggja ekkert af mörkum til uppbyggingar? hver er þín hugsjón eiginlega?
sigrún (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:00
Skríll og hyski er rétt orð yfir þetta. Sá myndskeið í fréttum hér í gær og ég er ekki svo viss um að þetta séu allt háskólanemar, sýndist einhverjir rónar þvælast með. Það er aukaatriði samt, vona að lögreglan taki hart á þeim og verður spennandi að sjá viðbrögð VG þingmanna við þessu. Mætir Álfheiður aftur niður á stöð til þess að lokka Hauk út?? Meiri bölvuðu bjánarnir þessir kommar og hippaskríll
Baldur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:07
Sigrún, ekki reyna að telja mér trú um að fólk með Che Guevara boli sé að tala fyrir sína kynslóð. Hvaða einstaklingar eru þetta sem hefur verið rænt aleigunni í hópi þessa fólks? Ég vil réttlæti byggt á lögum og rétti, ekki undir blaktandi fána gervibyltingar VG. Þetta fólk hefur ENGAN rétt til þess að taka yfir gömul hús vegna þess að þau eru gömul eða líta illa út - frekar að eiturlyfjasjúklingurinn fái mína samúð þegar hann hallar sínu höfði þar. Nei, burtu með hugsjónir af þessu tagi - ég vil ekki vera hluti af nýju Íslandi þessa fólks sem fer um með myndir af fangabúðasmiðum ...
Ólafur Als, 15.4.2009 kl. 10:14
Æ greyið reyndu nú að kynna þér málin áður en þú tjáir þig um þetta fólk. Hefur þú t.d. séð einhvern þessara hústökumanna í bol með mynd af Che Guevara?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:30
Æi, greyið Eva ... ertu, greyið, með áhyggjur af þessu unga fólki - greyið mitt, Eva? Þú vilt kannski stinga úr mér augun fyrir skoðanir mínar, greyið mitt Eva Hauksdóttir?
Ólafur Als, 15.4.2009 kl. 10:36
Eva þarf að finna sér kompu í Christjaníu. Þar á hún heima. Þetta eru ekkert annað en ótýndir glæpamenn, fólk sem ekki ber virðingu fyrir þeim lögum sem eru í gildi. Verst er að þingmenn VG margir hverjir mæra svo þessa lögbrjóta. Því miður endar þetta með ósköpum vegna þess að öfgar þessa fólks eru rosalegar. Vonum bara að lögreglumenn slasist ekki, borgarar sem eitthvað gagn og einhverju skila til samfélagsins.
Baldur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:46
Nei ég vil ekki stinga úr þér augun. Ég vil hinsvegar að þú farir rétt með og hættir að gera sjálfan þig að aumkunarverðu greyi með fullyrðingum um fólk sem þú þekkir ekkert.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:47
Orðfæri þitt Ólafur, er orðfæri meðvirkra íhaldspunga, sem vilja halda baktjaldamakkandi glæpalýð að völdum, og flokkast því miklu frekar sem skríll og hyski. Framfarir í lýðræðisátt og umbætur almennt, á heimsbyggðin yfrleitt ungu fólki og námsmönnum að þakka, nægir þar að benda á Tékkland, Frakkland, og viðleitni stúdenta í Kína. Meðvirkir afturhaldskurfar eins og þú, og Björn Bjarnason vildu eflaust fara Kínversku leiðina og aka yfir námsmenn á skriðdrekum.
Skúli Thoroddsen (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:48
Ég þekkti eitt sinn mann sem hét Skúli Thoroddssen, hann var læknir og mikill sósíalisti. Hann hefði hlegið að tengingunum þínum í þessu hjali þínu um að líkja þessum skríl við ungt fólk í Tékklandi, svo dæmi sé tekið. Maður þarf að hafa kynnst fólki þar og þess hugmyndum um frelsi og lýðræði og því oki sem það lá undir í nafni sósíalismans - reyndar var það venjulegt fólk sem leiddi andbyltingaröflin í Austurevrópu - það átti lítið sammerkt með þessu hústökuliði.
Ég skal ræða við þig af einhverju uppbyggilegu viti, Skúli, þegar æðið er runnið af þér og þú vilt í raun takast á við að byggja upp Ísland, sem byggir á hugsjónum sem vörðuðu stjórnarskrár Vesturlanda, t.d. hugsjónir frjálshyggju. Þangað til máttu eiga þína keyptu frasa um meðvirkni og vilja til þess að mæra lögleysu skrílsins ...
Ólafur Als, 15.4.2009 kl. 10:58
Ólafur,
Það er greinilegt að þú lifir þig inn í þetta rugl. Gaman að því hvað menn eru æstir. Þú segir að eiturlyfjaneytendur hafi meiri samúð, heldur en þetta lið. Þannig að ef þetta lið færi að sprauta sig, þá myndir þú "gúddera" þeirra aðgerðir. Orð þín dæma sig sjálf. Hvað heldur þú að sé svona hræðilegt við þessar aðgerðir??
Alvega merkilegt hvað svokallðir hægri menn(þú kallar þig hægri mann, en ert það líklega ekki, einungis skálkaskjöl fyrir að komast á spennann, eins og títt er um hægri menn á Íslandi-, reyndar sumar vinstri líka ;-). Merkilegt líka að líklega er lögreglan búinn að eyða mörg hundruð milljónum í að hafa hemil á "stórhættulegum" múg, á meðan hún hefur líklega eytt minni pening í að rannsaka brot á sannarlega stórhættulegum múg.
Sjálfstæðisflokkurinn er því miður algjörlega getulaus flokkur í augnablikinu, og það mun taka hann mörg ár að komast á flug á ný. Vonandi þó að hann geti sýnt eitthvað aðhald í stjórnarandstjöðu, sem Samfylkingu og Vinstri-grænum tókst ekki!
Jóhannes (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:06
Þetta hústökufólk, skríll eða ekki skríll, á bara ekkert með að vera þarna. Ekki á neinum forsendum. Og sama hvað greyið Eva að ofan segir.
Guðmundur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:06
Ef hústökuanarkistar a la Reykjavík hefðu verið uppi í Peking eða Prag þá hefði ég frekar búist við að hitta þau fyrir undir stýri á skriðdrekunum, þeim er það jú svo tamt að grípa til ofbeldis þegar málstaðurinn nær ekki til okkar "smáborgaranna". Í orðræðu þessa fólks birtist gríðarlegt hatur á þeim frjálslyndu gildum sem unga fólkið á Tiananmen-torgi stóð fyrir.
BS (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:08
Jóhannes, það hefur átt sér stað rán víðar en í heimi fjármála - umræðan þín er í sjálfu sér ágæt en ég vil ekki vera hluti af umhverfi eða hugmyndafræði þessa skríls. Ég myndi skilja ef einstaklingar, sem hafa í raun misst allt sitt færu í háværa kröfugerð, undir fána réttlætisins en ekki rauðgrænum fána VG eða annarra sósíaliskra lýðskrumara, eins og lýðræðið gefur okkur rétt til - en að líkja þessu liði við einhvers konar frelsisboðbera er ekki einast argasta lygi, heldur móðgun við hugsandi fólk. Annars eru tilvísanir þínar í "eyðslu" lögreglunnar alröng og það áttu að vita, Jóhannes.
Ólafur Als, 15.4.2009 kl. 11:14
Heyr, heyr, BS
Ólafur Als, 15.4.2009 kl. 11:15
Það sem er svona hræðilegt við þetta hústökulið er að það ögrar viðteknum hugmyndum um að þeir sem eiga næga peninga geti krafti þeirra valtað yfir skipulagsráð tekið sér vald til að ákveða hvernig bærinn eigi að líta út. Jafnframt taka eignarhaldsfélög sér vald til að stjórna því hvaða fyrirtæki í miðbænum lifa af af hver ekki. Það er ögrunin við valdið sem veldur kapítalistum ólgu í sál og görn.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:25
Hústökuliðið er náttúrlega ekki að taka sér vald til að ákveða hvernig bærinn á að líta út?
Eftir að löggan er búin að "ryðja" húsið vildi ég reyndar gjarnan sjá þá fara og innsigla skrifstofur stjórnmálaflokka, ráðhúsið og skrifstofur helstu verktaka og eignaumsýslufélaga sem hafa komið að "uppbyggingu" miðbæjarins. Ég efast ekki um að þar leynist sönnunargögn um glæpsamlega spillingu.
BS (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:34
Það sem hústökuliðið er að gera rangt Eva er að það er að brjóta lög.
Guðmundur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:37
Með lögum skal land byggja, ólögum eyða. Þetta er grunnhugsun okkar lýðræðissamfélagst en þetta fer ekki vel í munni sumra, þ.á.m. skrílnum við Vitastíg. Hann verður að sætta sig við svona nafngiftir, enda er margt af þessu unga fólki ekki viðkvæmt fyrir þess háttar orðum. Hér má ekki snúa öllu á hvolf í umræðunni, það er á hinum pólitíska vettvangi sem við útkljáum deilumálin og ef ekki vill betur með friðsamlegum aðgerðum og löglegum. Þessi aðgerð fellur ekki undir að nauðsyn brjóti lög - hér er verið að spila á allt aðrar nótur.
Ólafur Als, 15.4.2009 kl. 11:42
Og bláa svikula hönd, sem þeir með gullfiskaminnið halda áfram að kjósa, en áhugavert að lesa þegar kúin er búin að gleyma að hún sjálf var kálfur.
Guðmundur Örn Harðarson, 15.4.2009 kl. 11:46
Ég vil bara benda á þá staðreynd að fólkið sem að var þarna inni í húsinu flaggaði alþjóðlegum svörtum fána anarkisma og klæddust svörtum fötum flest þeirra. Persónulega sá ég engan þarna í Che Guevara bol þar sem ég fylgdist með atburðum og þessi rauðgæni fáni sem þú sást er fáni Palestínu. Ég er ekkert að reyna að gagnrýna þínar skoðanir, en rangar staðhæfingar af slíku tagi finnast mér mjög leiðinlegar.
Davíð (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:48
Davíð, það hefur sést til þessara einstaklinga við fleiri tækifæri en í gær og dag, búningarnir af ýmsu tagi en sækja í hugmyndafræði ofbeldis og upplausnar.
Guðmundur, þú ert nú einum og háfleygur fyrir mína parta. Við skulum ræða bláu höndina á öðrum vettvangi, hér er verið að ræða ofbeldi skrílsins að Vitastíg 4 og þá hugmyndafræði sem rekur það fólk áfram. Ræðum ofaldar kýr síðar.
Ólafur Als, 15.4.2009 kl. 11:51
En rauðgræni fáninn var samt fáni Palestínu og við erum að ræða "skrílinn" á Vitastíg eins og þú segir sjálfur.
Davíð (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:55
Davíð, þetta eru allt táknmyndir ... líkt og fáni Palestínuaraba (ekki Palestínu, því hún er ekki til sem ríki) ... svartir búningar anarkista, áþrykktir bolir, rauðir og grænir litir ...
Ólafur Als, 15.4.2009 kl. 11:59
Best að ég leiðrétti mig varðandi fánann - hann er fáni heimastjórnarinnar.
Ólafur Als, 15.4.2009 kl. 12:04
Þannig að anarkistarnir sem voru í húsinu hrópandi "algjört anarchy" og boðandi stjórnvaldsleysi fylgja VG af því að þau flagga rauðum, hvítum, svörtum og grænum fána Palestínu?
(Hvort sem Palestína er ríki eða ekki er þetta samt fáni Palestínu)
Davíð (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:06
Sæll Ólafur,
mér finnst gaman hvernig þú tæpir á táknmyndum mótmælenda og búningum þeirra. Hvernig túlkarðu óeirðabúninga lögreglunnar, eins og sjá má hér - http://atlij.blog.is/img/tncache/500x500/b7/atlij/img/bilde.jpg
Atli Viðar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:25
Ég hefði nú heldur viljað sjá lögregluna fara inn í Valhöll og taka bókhaldið þar út til endurskoðunr hjá hlutlausum aðilum ( ef þeir eru þá til ). Lögreglan réðst einfaldlega þarna á garðinn þar sem hann er allra lægstur. Á meðan ganga milljarðaþjófar um verndaðir sem aldrei fyrr af fúlum og rotnum íslenskum dómsmála yfirvöldum.
Stefán (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:17
Er palestínski fáninn nú ekki fáni Palestínu? Tíbetski fáninn er þá væntanlega ekki fáni Tíbets, chechenski fáninn ekki fáni Checheníu o.s.frv.? Ég vil benda þér á að fáni getur táknað fleira en ríki -- til dæmis þjóð.
Ummæli sem jafna íslenskum hústökuanarkistum við stjórnvöld í Kína eða reyna að spyrða þá saman við Vinstri-græn segja mest um vanþekkingu þess sem skrifar.
Vésteinn Valgarðsson, 15.4.2009 kl. 13:30
Ég veit það með nokkurri vissu að þeir sem dvöldust í húsinu voru allflestir anarkistar en ekki VGingar, eins og aðrir hafa bent á áður.
Áður en þú ferð að koma með upphrópanir eins og "hugmyndafræði ofbeldis og upplausnar" vil ég biðja þig um að kynna þér hvað anarkismi raunverulega er.
Góður byrjunarreiturværi til dæmis Algengar spurningar um anarkisma og svör við þeim (er því miður á ensku.)
Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:51
Anarkirstar-VG, sama hyskið. Það er bara einfalt mál að þetta er ólöglegt. Sama hvað nornin og hinir hipparnir fullyrða. Venjulegt vinnandi fólk virðir lög og reglur. Svo ætlar þetta hyski að mótmæla við lögreglustöðina, mótmæla handtökum glæpahyskis. Hvar næst, mótmæla fyrir framan litla Hraun?
Baldur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:10
Ég er svo innilega sammála þér, Ólafur. Þetta hyski, sem kallar sig "hústökufólk", er ekkert annað en ótýndir þjófar, sem stela eigum annarra.
Þjófa á að kalla þjófa, en ekki "eignatökufólk".
Axel Jóhann Axelsson, 15.4.2009 kl. 14:11
Far þú nú Ólafur að safna ölflöskum í áróðurs og kosnigamaskínu íhaldsins, sem þú trúir blint á. Þei eiga erfitt núna með að moka fé út úr þessum glæpafyrirtækjum sem þeir bjuggu til á sínum tíma. Miðaldra afturhaldsbelgir eins og þú trúa hvorki á réttlæti eða lýðræði, vilja aðeins flokksræði. Skúli frændi hefði ekki hleigið að tengingum mínum, hann veit betur, og mér finnst ósmekklegt að þú skulir ætla að gera þann heiðursmann að skoðanabróður þínum.
Skúli Thoroddsen (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:11
Fólk getur mómælt friðsamlega og það kallast ekki hyski bara af því það mótmælir. Það er bara ekkert friðsamlegt við ofbeldi gegn lögreglumönnum.
Guðmundur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:22
Já venjulegt vinnandi fólk virðir lög og reglur. Það er þessvegna sem valdníðsla viðgengst. Ef venjulegt vinnandi fólk hefði ekki látið bjóða sér upp á fjárhagslega hópnaugðun sem framin er í skjóli laganna, auk lyga og leynimakks, frændsemisráðninga, náttúruspjalla í þágu stórfyrirtækja og valdi nokkurra skíthæla til að eyðileggja menningarverðmæti og valta yfir skipulagsráð, þá væri engin þörf fyrir aðgerðasinna á Íslandi. Sem betur fer er til duglegt fólk sem er ekki svo drulluvenjuleg að láta kúga sig andspyrnulaust.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:26
Dindlarnir segja stundum hluti sem verða kómedí alveg án þess að framkvæma nokkrar breytingar:
„Anarkirstar-VG, sama hyskið. Það er bara einfalt mál að þetta er ólöglegt.“
Það er samt fyndnast þegar dindlarnir hitta líka naglann á höfuðið:
„Venjulegt vinnandi fólk virðir lög og reglur.“
Vífill (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:30
Sammála upphafs og síðasta ræðumanni.
Eiríkur Sjóberg, 15.4.2009 kl. 15:32
Verð að leiðrétta
....og næstsíðasta ræðumanni, sbr. Guðmundur...
Eiríkur Sjóberg, 15.4.2009 kl. 15:33
Það er ekki ofbeldi gegn lögreglunni að nota autt hús til að gefa notaða hluti. Það er hinsvegar ofbeldi að ráðast með vélsög inn í viðverustaði fólks, berja það með kylfum og úða yfir það eitri.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:46
Finnst þér ekki rétt að spyrja þig hvað rekur ungt fólk út í svona aðgerðir.
Það er spillt þjóðfélag þar sem ungt fólk er látið sitja á hakanum, spillt þjóðfélag sem er búið að eyðileggja framtíðarvonir þessa fólks. Réttur frjárglæpamanna er orðin meiri en réttur ungs fólks að byggja upp nýtt ísland, ísland sem það á eftir að búa á, ekki þessir glæpamenn.
Ég þekki líka Skúla, hann hefði ekki hlegið að því sem Skúli segir hérna að ofan. Efast um að synir hans sem eru langt til hægri myndu ekki hlægja að þessu.
En þetta er stórfurðulegt sjónarhorn sem bloghöfundur heldur á lofti, sjónarhorn hins siðspillta og mannvonda Íslands.
Bjöggi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:40
ÞAÐ ER DAPURT AÐ SJÁ ALLA "MOGGA-KOMMANA" OG NAÍVISTA (FÁBJÁNAR) REYNA AÐ HALDA VÖRNUM FYRIR ÞESSA STJÓRLEYSINGJA OG ÓÞJÓÐALÝÐ.
AFHVERJU ER ÞETTA FÓLK EKKI Í VINNU EÐA SKÓLA?
LS.
LogicSociety (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:20
Þetta síðasta komment hlýtur að vera djók, mikið af þessu fólki er í skóla. Svo langar mér að spyrja, hvar fær maður vinnu í dag?
Bjöggi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:39
Þér eruð greinilega herramaður sem hefur gaman af því tala í órökstuddum alhæfingum til að hrista aðeins upp í fólki og fá smá athygli. Athygli mína og hlátur hlýturðu, verði yður að góðu.
Það sem vekur fremur furðu mína en fávísir athyglissjúklingar er tíminn og orkan sem fólk nennir að eyða í ungt hugsjónafólk á meðan stórtækt eignatökufólk sem hafa stolið af hverju einasta af okkur í skjóli siðblindra Sjálfstæðismanna gengur enn laust og nýtur peninganna okkar. Þið fáið greinilega það sem þið eigið skilið.
Ísland lengi lifi!
Davíð (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:45
LS, hvað hefurðu fyrir þér í því að þetta fólk sé ekki í vinnu eða skóla? Staðreyndin er sú að sumir eru í vinnu, sumir í skóla og sumir atvinnulausir.
LogicSociety, þetta nafn er náttúrulega bara brandari hjá einhverjum sem bullar svona.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:14
Það er af ýmsu að taka hér en ég ætla bara að svar honum Skúla Thoroddssyni, sem ekki þekkir frænda sinn vel. Hann hefði, og ég endurtek það hér; hann hefði hlegið að tengingum þínum og ýmsu öðru sem þú ræðir af vankunnáttu. Já, hann var um margt heiðursmaður en ég tók jafnframt fram að hann hefði verið sósíalisti (vildi nú reyndar stundum kalla sig kommúnista) en það eitt hlýtur að gefa þér að ég sé ekki skoðanabróðir hans. En hann hafði skilning og vit á sumu, sem virðist ekki fara yfir frændgarðinn allan - og hann umgekkst fólk af öllu tagi. Og hann var nógu lífsreyndur til þess að vilja ekki að einhver úr frændgarði hans talaði ekki af vanviti um sig og sínar skoðanir.
Ólafur Als, 15.4.2009 kl. 20:17
http://www.icelandicfury.se/video.php
http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip
Hyski, pakk, rónar, dópistar, anarkistar, Arabar, Gyðingar, kommar, sjálfstæðisfólk, jamm náttúrulega bara að setja lög sem banna þetta allt (reyndar búið að því með Palestínu fólkið sem var rænt sínu landi og tilveru), því Fasistar eru greinilega þeir einu sem eru í lagi, kanski nær að kalla þá Nasista, en það skiftir ekki öllu, kúkur og kúkur, harkan er það sem máli skiftir ef inn á að troða, myndbandið að ofan er mjög líkt hugarórum bloggvitringa margra hér
Sjóveikur, 15.4.2009 kl. 20:21
Lögreglan bað fólkið friðsamlega að yfirgefa húsið. Þeir biðu. Fólkið fór að kasta grjóti og þungum hlutum í lögreglu. Það er stórhættulegt ofbeldi og ekkert friðsamlegt við það. Í öllum vestrænum löndum hefði lögreglan neyðst til að fara gegn ykkur. Lög voru brotin og lögreglan var að vinna vinnuna sína. Í sumum vestrænum löndum fengju þeir sem beittu lögreglu ofbeldi, langa og þunga dóma. Það eru friðsamar leiðir til að standa upp gegn valdníðslu yfirvalda og stórþjófnaði peningagróðaniðinga. Við þurfum ekkert að sætta okkur við það.
EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:20
Það sem gerir þessa hústöku pólitískt merkilega er það að hún dregur athyglina að því að á sama tíma og verið er að skuldpína heimilin í landinu vegna húsnæðisskulda stendur mikið af ónotuðu húsnæði út um allt sem við sem þjóð getum valið að nýta eins og okkur henntar. Það kerfst hinsvegar að við tökum valdið af stórfyrirtækjunum til að ráða því hvernig gæðum landsins er deilt milli borgaranna. Hústökuliðið sínir eina leið sem er fær ef við viljum. Það er einmitt það róttækasta sem maður getur gert í samfélagi; að sýna fólki að annað líf er mögulegt. Síðan velur fólk hvað það vill og raunveruleg samkeppni hugmynda fær að grassera. Það er það sem talsmenn auðvaldsskipulagsins hræðast mest: að fólk fái val um það hvort það vilji byggja upp samfélagsgerðina þeirra.
Héðinn Björnsson, 15.4.2009 kl. 22:30
Sæll Héðinn, alltaf gaman að fá heiðursmenn eins og þig inn á síðuna til manns. Ég hef nú löngum sagt að sósíalistar (kommúnistar) greini hlutina stundum ágætlega, hins vegar er lýðskrumið yfirþyrmandi hjá þér og þínum skoðanasystkynum þegar greiningunni sleppir. Stundum var nú betra að tala við kommana hér á árum áður þegar þeir voru ekki að fegra sig með orðum eins og lýðræði og öðru afsprengi hins markaðsvædda samfélags - fyrir þeim var tilflutningur valdsins til "fólksins" valdaafsal til þeirra því einungis þeim var treystandi fyrir völdunum - þeir voru hinir einu sönnu fulltrúar lýðsins. Hugmyndafræði þessara snillinga hvílir enn á dauða tugmilljóna manna í sæluríkjum sósíalismans eða annarra róttækra sælureita fyrri tíðar - grafir þessa fólks eru öllu frelsisunnandi fólki áminning um að róttækni sósíalismans mun ávallt krefjast fórnarlamba. Að enn skuli vera til fólk sem syngur njallann er til marks um veruleikafirringu sem má aldrei verða hluti af hinu nýja Íslandi ...
Ólafur Als, 15.4.2009 kl. 22:57
EE, það var engin ástæða til þess að vaða inn með vélsagir og piparúða. Fólk sem fer inn í hús kemur fyrr eða síðar út aftur. Það hefði verið hægt að ná þeim út án minnstu ryskinga eða skemmda, bara með því að hindra inngöngu annarra í húsið. Jafnvel anarkistar þurfa að nærast.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:07
Ólafur ef maður hefði nú vitað hvað þér fyndist um þessa hústöku þá er nú spurning hvort maður hefði ekki reynt að afstýra gjörningnum. Vertu bara í sambandi og ég skal bera undir þig allar yfirvofandi aðgerðir aðgerðasinna sem ég frétti af, og þá lendum við ekki í þessum leiðinda misskilningi aftur.
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 10:51
Ólafur: Að enn sé til fólk sem er tilbúið til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn -- það er "til marks um veruleikafirringu sem má aldrei verða hluti af hinu nýja Íslandi", svo ég noti þín orð.
Vésteinn Valgarðsson, 16.4.2009 kl. 12:02
"...orðum eins og lýðræði og öðru afsprengi hins markaðsvædda samfélags "
Hvað þýðir þessi setning?
dadi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:51
Ekki veit ég um neina hugmyndafræði sem hefur komist til valda sem ekki hefur morð á samviskunni samkvæmt þinni skilgreiningu. Ég sem félagshyggjusinni er engu meira ábyrgur fyrir morðum Stalínista en þú og félagar þínir eru ábyrgir fyrir morðum markaðssinnaðra stjórnmálamanna 20. aldarinnar eða íslenskir jafnaðarmenn geta talist ábyrgir fyrir hlut systurflokka sinna í Evrópu í heimsstyrjöldum og nýlendukúgun. Við styðjum sitt hvorn aðilan í slag; hvorugur okkar getur beinlínis haldið því fram að vera friðarsinni.
Að halda að lýðræðið hafi sprottið upp úr markaðsvæðingu samfélagsins finnst mér persónulega vera algert rugl. Ekki man ég til þess að lýðræði hafi nokkurn staðar komist á fyrir tilstilli markaðsvæðingar heldur veit ég ekki betur en að það hafi jafnan gerst fyrir tilstillingu uppreisnar eða vegna ógnarinnar um byltingu. Vald er unnið, ekki gefið!
Þar að auki fæ ég ekki betur séð en að markaðshyggjan sé mótfallin lýðræðisfyrirkomulaginu, enda fellur það ekki að markaðslögmálum, þar sem allt er seljanlegt á réttu verði. Þannig eru markaðshyggjusinnar t.d. á móti því að fyrirtækjum sé stjórnað á lýðræðislegan hátt og vilja að þeir sem eigi mest fjármagn eigi að ráða og að engin önnur sjónarmið megi koma að útdeilingu á vörum, þjónustu og húsnæði en sjónarmið markaðarins.
Sósíalistar eru hinsvegar á því að breiða eigi lýðræðisfyrirkomulagið út til fleiri sviða samfélagsins og vilja stýra fyrirtækjum eftir vilja þeirra sem þar vinna og telja ekki að það eigi að vera tugir þúsunda manna án atvinnu þegar nóg er um verkefni að taka sér fyrir hendur. Það er ekki af ástæðulausu að einkavæðingar aldrei hafa verið kosnar um í beinni kosningu eða að það eru markaðssinnar sem telja að berjast gegn stjórnarskrárbreytingum sem snúa að því að almenningur geti krafist atkvæðagreiðslu um mál beint með því að safna undirskriftum.
Vandinn við lýðræðishugtakið er hinsvegar að það eru margir sem nota það sem samnefnara yfir allt sem þeir telja vera gott á sama hátt og kristnir oft tala um kristin gildi. Það skaðar nákvæmni í málflutningi og kemur á fót alskonar misskilningi. Það væri því gott fólk tæki alltaf fram hvað það ætti við þegar það talaði um lýðræði. Ég vil meina að lýðræðisfyrirkomulagið sé þegar ákvarðanir og vald liggur jafnt hjá öllum. Hvernig skilgreinir þú lýðræði úr því þú sérð það sem afsprengi hins markaðsvædda samfélags?
Héðinn Björnsson, 16.4.2009 kl. 16:20
jahérna hér.. sjaldan hætta hægri menn að koma mér á óvart... eruði allir svona heimskir? er eitthvað hámark á greindarvísitölu til að fá að kallast "hægri maður"?
Þú átt bágt! Í fyrsta lagi eins og marg oft hefur komið fram eru anarkistar ekki pólitískir, þeir trúa ekki á yfirvald eða þessa sjórnarhætti sem við búum við. Í öðru lagi var ekki ofbeldið á staðnum framið af lögreglumönnum eins og svo oft áður! Í þriðja lagi skaltu gera þér grein fyrir að við erum kynslóðin sem situr uppi með skuldir, IMF og önnur vandamál sem ÞÍN kynslóð og ÞINN flokkur kom okkur í. Þótt að hópur fólks taki yfir hús sem á að rífa í þeim tilgangi að veita umkomulausum aðstoð og félagsskap er það dropi í hafið þegar það kemur að því sem við og börnin okkar skulda.
Þínar fullyrðingar eru út í hött, þetta fólk er ekki þekkt fyrir ofbeldisverk, Stefán Eiríks kom sjálfur fram og sagði það ekki aðgerðasinna sem stóðu fyrir grjótkasti í lögreglu á sínum tíma heldur hafi þau varið löggun!
Reyndu að kíkja út fyrir þennan litla kassa þinn og opna augun fyrir því sem er að gerast... sem betur fer er til fólk sem hefur kjark til að stíga á móti auðvaldinu. sem betur fer klúðraði þín kynslóð ekki öllu og gaf af sér ungt fólk sem lætur ekki ríða sér í rassgatið og krípur áfram að bíða eftir næstu innrás eins og þú svo sannarlega virðist vera að gera!
Þú kannski færð vaselín í fríbúðinni þegar þú hættir að vilja það ósmurt fáviti
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:32
Vá... fórnarlömb heimskunnar eru víða, þó sérstaklega hægra megin við pólitíska strikið. Ég nenni samt ekki að reyna að rökræða við greyið sem skrifar þetta blogg, því maður rökræðir ekki við heimskingja.
Björgvin Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 16:51
Hehe, og ekki haldiði að það sé eitthvað betra að fara koma núna í pólitíkina? "það er búið að marka nýjar stefnur og taka til í flokkinum" já núna getið þið gert allt annað en áður, með sama skrílið uppalið innan brjósta flokksmanna og allra annara sem tilheyra hópi þeirra manna.....
Endilega byggja upp nýtt land á lögum og reglum, sem eru raunhæfar.
End landinn mun alltaf þurfa vera til staðar til að byggja upp þetta blessaða land, því ekki að gefa
okkur eitthvað brauð að borða og vatn að drekka heldur en að láta okkur svelta til að borga mistök annara.?
Ég er búin að tapa 6 milljónum á innað við ári í þessu rugli, ég hef verið að vinna, vinna og aftur vinna,
sparað og keypt eftir skynsemi þá þætti sem mig vantaði og þurfti, en ekki undir forsendum þess ég bara þarf.....
Hvað með það allt? svo lætur Vinstristjórn loforð um hitt og þetta, þeir fá að komast í taumana og hafa ekkert gert,
og hægristjórn gerir ekkert betra en aðrir... þetta eru sannur skríll og sannir þrælahaldara sem hafa og munu halda
okkur í fangabúðum....
Kjósum annað en vanalega Sævar Seselsí eða Ástþór Magnússon... guð veit ég er á móti því, en allt annað en hefur tíðkast hingað til
Láta verkið tala... niður með þetta allt..... þá kannski hugsanlega.......
Hristir haus og kveður.... sýnið ást ekki hatur...
Bjarni (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:14
Ólafur ALLS ... þú ert nú meiri kjáninn, gerir fólki upp skoðanir um fjöldamorðingja ofl.
Ég býst við að svona trúðar eins og þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn ... sem hefur stutt við bakið á auðmönnum við að leggja landið í rúst.
Mikið finn ég til með svona fólki eins og þér.
ThoR-E, 16.4.2009 kl. 17:38
Ég hvet alla til þess að lesa athugasemd Kleopötru Mjöll hér að ofan - maður hlýtur að fyllast stolti yfir svona meyjum sem eiga að erfa landið.
Það er ekki hægt að afsaka svona einstaklinga með sínum fáu þroskaárum, þessa mannfyrirlitningu, það er eitthvað annað og verra hér í gangi sem á ekkert skylt við siðmenningu eða e.k. framtíðarsýn sem vert er að vera þátttakandi í.
Og svo eru það mannvitsbrekkurnar sem líta hér inn með athugasemdir til þess að láta vita af því að þær ætli sér ekki að tjá sig málefnalega - er svona fólki við bjargandi?
Ólafur Als, 16.4.2009 kl. 17:43
Ég las athugasemd Kleópötru hér fyrir ofan. Og ég tek undir með henni.
Við erum kynslóðin sem þurfum að borga skuldir ykkar, og FLokksins. Og síðan vogarðu þér að gagnrýna þá sem eru búnir að fá sig fullsadda!
Þessi færsla er í besta falli grátbrosleg.
ThoR-E, 16.4.2009 kl. 17:49
AceR - þú átt samúð mína alla - trúi ekki að þú sért að tengja þig við Frjálslynda flokkinn og fjölmargt gott fólk sem þar er að finna - það er margt skrítið í kýrhausnum og margar endurteknar tuggurnar sem heyrast úr strigakjöftum ofbeldissinna - og talandi um kynslóðir, er ekki sagt að 68 kynslóðin hafi verið við lýði að undanförnu - engan þekki ég sem hefur setið að kjötkötlunum og ekki bið ég neinn um greiða þegar ég þarf að vinna 20 aukatíma á viku til þess að ná upp í sæmileg kennaralaun - en ég frábið mér málstað fólks sem býður ofbeldi og órétt, nóg er nú komið af slíku úr hendi óreiðumanna, eins og þeir eru títt nefndir.
Ólafur Als, 16.4.2009 kl. 18:08
Tengja mig við Frjálslyndaflokkinn?
Ég er kjósandi Frjálslyndaflokksins. Finnst þér að ég ætti frekar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?
Mér finnst þú vera dómharður á þessa krakka sem þarna voru í þessu húsi. Kannski hefðu þau getað staðið öðruvísi að málunum þegar lögreglan kom. En sú starfsemi sem þau voru með í þessu yfirgefna húsi var nytjamarkaður ... þar sem fólk sem hefur ekki verið lánsamt í lífinu, sérstaklega að undanförnu. Gat komið og fengið ókeypis hluti sem það vantaði.
Ég skil ekki afhverju þú lítur á þessa krakka sem svona ja.. glæpamenn og ótuktir... það er það sem ég gagnrýni færsluna fyrir.
ThoR-E, 16.4.2009 kl. 18:48
Þetta unga fólk boðaði ofbeldi, mætti lögreglu með ofbeldi, hugsjónir þeirra eru markaðar ofbeldi víða um heim og þau halda áfram að boða ofbeldi - reyndar sýnist mér þú einnig gera slíkt hið sama - fólkið sem ég þekki úr Frjálslynda flokknum tekur ekki undir slíkt - og meyjan unga, Kleopatra, virðist heilla þig með orðbragði sínu ... þetta unga fólk sem kallar alls kyns fólk ónefnum og breiðir út viðbjóð sinn hvar sem er þykist svo vera viðkvæmt ef öðrum þyki það koma fram sem ótíndur skríll ... er það nú ekki viðkvæmni úr verstu átt?
Ég hef reyndar ekki sagt að þau væru glæpamenn en lögbrjótar eru þau. Á meðan verið er að kalla eftir að lögum verði komið á alls kyns óreiðufólk er lausnin ekki að ganga á vit róttækra stjórnmálaskoðana - það hefur heimurinn fengið að reyna við erfiðar aðstæður fyrr, sbr. alræði fasismans og kommúnismans - sumt af þessu unga fólki endurómar "réttlætisorð" þeirra hugsjóna og það fer um mann að heyra frasana sem frá sumu þessu fólki kemur.
Varðandi það, hvað þú kýst, AceR, er mér nokk sama, ekki dettur mér í hug að fæla þig frá xF - það er til verra, geri ég ráð fyrir. Verst að atkvæðið mun falla í grýttan jarðveg, ef fram fer sem horfir. Ætli þjóðin þurfi ekki að búa sig undir rauðan kinnhest, nú þegar tími bláu handarinnar er liðinn ... ???!!!!
Ólafur Als, 16.4.2009 kl. 19:16
Ólafur ég á 3 ung börn sem þurfa að vinna sig upp úr skítnum sem sjálfstæðiflokkurinn skeit yfir þau í eiginhagsmunageðveiki, hvernig get ég annað en tekið því persónulega og verið fjúkandi ill? Framtíð þeirra er stórskemmd! Ég hef þó alla vega kjark til að standa upp og mótmæla!
-Einn stærsti óttinn minn er samt sem áður að ég bý í landi þar sem lögreglan notar keðjusög og önnur vopn gegn óvopnuðu fólki. Sögin kom upp í gegnum gólf þar sem enginn gat vitað hvort einhver væri beint fyrir ofan. Valdníðslan er yfirgnæfandi og viðbjóðsleg og fólk eins og þú heldur veginum greiðum fyrir svona viðbjóð!
-oj þér
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:25
Það er alltaf jafn sorglegt þegar sjálfstæðismenn reyna að ata saur úr sínum ranni til þess að dreifa athyglinni frá þeim viðbjóði sem flokkurinn hefur komið þessari þjóð í ásamt auðmannavinum sínum.
Ef það væri ekki fyrir ykkar brilljans þá væru ekki hústökur af þessu tagi. Þetta fólk er að reyna nýta grotnandi hús kapitalista til þess eins að gera líf fólks sem hefur misst allt sitt lífið bærilegra með nytjamarkaði og taka á móti umkomulausu fólki og þá sérstaklega unglinga í sumar sem munu ekki hafa neina vinnu og því hætt á að leiðast út í vitleysu og enda sjálf sem hústökufólk í fíklaformi.
Þrefalt húrra fyrir þér
Franz (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:28
Fólk sem boðar og fagnar ofbeldi þarf ekki ávallt að vera vopnað. Þeirra ofbeldi er af öðrum toga, líkt og innbrotsmannsins sem brýst inn án verkfæra. Þessir ofbeldisboðendur notuðu reyndar grjót og annað lauslegt sem þeir grýttu í laganna verði - ætli hafi ekki heyrst til keðjusagarinnar þegar hún hamaðist á timbrinu.
Þegar fólk talar um að ríða öðrum í rassgat og að útvega eigi vaselín til þess að auðvelda reiðina ... ja, hvað skal segja við slíku; hvað á að segja við 3ja barna móður sem telur sig þurfa að tjá sig með þeim hætti?
Mér finnst það ekki mikill kjarkur að boða ofbeldi - ætli maður bæri ekki virðingu fyrir þér ef þú boðaðir mögulegar lausnir, segðist vilja taka þátt í slíkri vinnu - mér er þá nokk sama hvar í flokki þú vildir starfa, jafnvel að því að slá þjóðina rauðum kinnhesti - en ekki að boða ofbeldi eða fela sig á bak við viðkvæmni í sömu orðum og þú atar stóran hluta þjóðarinnar auri með óvönduðu soratali.
Reyndar tel ég fjölmarga sem hér hafa tjáð sig hálfgerðar raggeitur.
Ólafur Als, 16.4.2009 kl. 20:14
Mikið er ég sammála þér Ólafur Als. Snilldarpistill.
Held að suma vanti bara athygli og eitthvað til að purra upp tilveruna.
Franz, ef ég ætti atvinnulausan ungling í sumar þá myndi ég allavega ekki senda hann í ólöglega fengið hús hjá ykkur takk samt.
Kleópatra, unga móðir: Ég á líka þrjú börn, byrjaði að reyna að eignast húsnæði í yfir 100% verðbólgu, þökk sé stuttlifaðri vinstristjórn þess tíma og þá hækkaði húsnæðislánið mitt varanlega. En við lifðum það af án píslarvættiseinkenna og án þess að valta yfir aðra í nafni réttlætis. Oj þér sjálfri bara.
Freyja Mjöll (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:33
Ok frábært æðislegt nýja íslandi er cool Þarna kom svar við hruni bankanna SPYRILL = HVAR ERU ALLIR PENINGARNIR SVAR = NÝTINGARÉTTUR ÞEIR VORU ÞARNA ÓNOTAÐIR SVO KOMU ALLATAF FLEIRI SEÐLAR ÞETTA VAR EKKI HÆGT AÐ LÁTA SKEMMAST INNÍ GEYMSLU SPYRILL = ÞÁ ER ALLT Í LAGI ÞIÐ VORU BARA AÐ NOTA PENINGA SEM VORU FARNIR AÐ SKEMMAST .... ÞAÐ FER GREINILEGA ENGIN VÍKINGUR Í FANGELSI MIÐAÐ VIÐ ÞETTA,, FYRIR HINA SEM SKILJA EKKI TXT FYRIR OFAN ÞÁ VIRKAR HREINSUN SVONA Í BANKAKERFINU... >>>>>>>>>>
Abra ka dabra Reyna aftur
Abra la blabla Reyni aftur
Abra hahaha poom
Frábært það virkaði þú ert saklaus núna
Zippo (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:50
Boðaði fólkið ofbeldi? Með hverju? Með því að fara inn í mannlaust hús, sem ekki stóð til að nota eða nýta á nokkurn annan hátt? Þegar lögreglan mætti (sem er ofbeldisstofnun samkvæmt skilgreiningu) með ofbeldi sitt var að vísu svarað í sömu mynt (það gæti út af fyrir sig verið afsakanlegt eða ekki – en án skýringa verður ofbeldi lögreglu ekki betra en ofbeldi annarra). Mér sýndist fyrst og fremst samhugur og allt annað en ofbeldi í hugum hústökufólks.
Vífill (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:29
jógúrt á móti piparúða?
Nei. Þetta er ekki rétt. Hústökufólk hefur aðalega verið lóðabraskarar og stórkapitalistar.
Einar Karl, 16.4.2009 kl. 23:55
Ég sá hvergi hetjur búsáhaldabyltingarinnar í hópi "Hústökufólksins". Hvar Hr. byltingarfrömuðurinn Hörður Torfason yfirhommi, Eva "norn" Haukdsdóttir með níðstöng sína og særingar og viðrinið/örverpið Haukur sonur hennar atvinnumótmælandi og stjórnleysingi og Hildur Vala Helgadóttir fjölmiðlamaður með dóttur sína sem hún státar sig að hafa alið upp og kennt aðferðir til að mótmæla (hverju sem er?).
Hversvegna kom ekki Austurvallarskríllinn þessu fólki til hjálpar? Er það vegna þess að nú er kominn nýr dómsmálaráherra í nýrri ríkisstjórn sem Austurvallarskríllinn hefur velþóknun á?
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 17.4.2009 kl. 01:38
Meðal þeirra sem þú nefnir Björn bóndi var a.m.k. einn handtekinn. Stuðningsmenn voru þarna tugum saman bæði á meðan á ólöglegu niðurrifi hússins af hálfu lögreglu stóð og einnig daginn áður og margir þeirra, gott ef ekki allflestir voru mjög virkir í búsáhaldabyltingunni.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 12:01
Ja herna !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Saemi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 13:08
Hahahaha gaman að sjá hægri-hórurnar keppast hér við að standa vörð um þá algeru siðspillingu sem ríkt hefur hér hjá þeirra meisturum. Ólafur, LS, Baldur..og fleiri...þið standið fyrir öfl sem eru DAUÐADÆMD og vaða uppi í skjóli ofbeldis og yfirgangs. Ykkur væri nær að hugsa til þess að meðan staðfestið hér óskoraða heimsku ykkar og heigulshátt, eru meistarar ykkar að RÍÐA BÖRNUNUM YKKAR Í RASSGATIÐ MEÐ FROSNUM ULLARVETTLINGI.....MEÐ YKKAR SAMÞYKKI!!!!!!!!!
Haraldur Davíðsson, 17.4.2009 kl. 14:34
Freyja
Það er greinilegt að þú ert haldin miklum fordómum gagnvart þessu framtaki fólksins. Ef þú hefðir hlustað á málflutning þeirra þá kom skýrt fram að húsnæðið yrði nýtt sem nytjamarkaður og þar yrði aðstaða fyrir alls kyns verkefni eins og t.d. að lífga upp á miðbæinn. Ég vill árétta að ég er ekki partur af þessum hóp og hef ekki komið í þetta hús.
Þú ert þá greinilega svona vel stödd í dag að þú þarft á engri aðstoð að halda og unglingurinn þinn er með djobb og segsagt allt í fína lagi hjá þér sem er bara gott og blessað. Það eru hinsvegar þúsundir atvinnulausir, heimilislausir eða allslausir sem myndu glaðir þiggja aðstoð frá samborgurum sínum og þykir mér það miður að fólk skuli ekki skilja neyðina og styðja framtaksemi fólks í að leggja hönd á plóginn.
Þeir sem eiga þetta hús hafa ekki gert neitt til að halda því við og láta það grotna og með því lítillækka götumynd miðbæjarins enn frekar. Þeir vildu byggja verslunarmiðstöð til að auka auð sinn á kostnað verslunar á laugaveginum sem á í gríðarlegum erfiðleikum. Af hverju ekki að koma lífi í húsnæðið á meðan verið væri að ákveða hvað yrði gert við reitinn?
Að lokum vill ég undirstrika að ofbeldi frá lögreglu sem og hústökufólkinu á ekki rétt á sér en öllu þessu hefði verið hægt að fyrirbyggja ef eigendur hússins hefðu séð sóma sinn í því að veita bráðabirgðarleyfi fyrir þessari saklausu starfsemi sem var fyrirhuguð.
Franz (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 14:46
Haraldur er sár og til þess að undirstrika sitt góða uppeldi setur hann sínar hugsjónir í hástafi. Vill ekki einhver góður anarkisti taka það að sér að klæða hann í heybrókina sína?
Ólafur Als, 17.4.2009 kl. 15:34
Óli minn, þú vilt nú varla fara í tal um brækur....ha?..En hvað er það sem þú vilt segja um uppeldi mitt? Hvað veist þú um það?.. Og sár er ég ekki, mér finnst þetta bráðfyndið...fólk í afneitun og meðvirkni er fyrst og fremst fyndið...hlægilegir kjánar...og hugsjónir mínar eru utan þíns skilnings sýnist mér blessaður drengurinn minn....
Haraldur Davíðsson, 17.4.2009 kl. 17:16
Og enn er hann við sama heygarðshornið, Haraldur hugumprúði, að breiða út sína visku. Er í alvöru enginn þarna úti sem er reiðubúinn að snýta stráknum um nasirnar?
Ólafur Als, 17.4.2009 kl. 18:35
HAHAHAHAHAHAHA...þú ert jafnvel fyndnari en mig minnti Óli...og hef ég þó hlegið dátt áður...
Haraldur Davíðsson, 17.4.2009 kl. 19:55
En er ekki best að þú gerir það sjálfur Óli...komdu og snýttu mér...láttu nú kné fylgja kviði...hahahahaha
Haraldur Davíðsson, 17.4.2009 kl. 19:56
Það er hroki og fordómar að VG hafi átt s.k. búsáhaldabyltingu. Ég þekki fólk úr öllum flokkum sem stóðu vaktina á Austurvelli þ.m.t. ég sjálfur og ekki er ég VG eða Samfylkingarmaður. Er ekki kominn tími í ljósi hrunsins sem varð á vaktinni hjá XD að sjallarnir læri smá auðmýkt og umburðarlyndi? Ef þú kynnir þér sögu Che Ólafur þá stóð hann fyrir mörgum jákvæðum breytingum í S-Ameríku þegar álfan var undirlögð af valda og yfirstéttinni en það er kannski sú sýn sem þú hefur fyrir landið okkar? Hústökufólkið gekk of langt að mínu mati og þau geta örugglega fengið sér félagsmiðstöð á öðrum forsendum. Ég óska þeim alls hins besta. Auðmjúkum sjálfstæðismönnum óska ég velfarnaðar.
Guðmundur St Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 22:48
Guðmundur, það er nokkuð sérstakt, verð ég að segja, að vilja bera blak af Dr. Guevara, út frá því að hann var reiðubúinn til þess að láta gott af sér leiða í sama mund og hann stóð að uppbyggingu þrælabúða á Kúbu
Ég lít svo á að búsáhaldabyltingin sé í óða önn að éta afkvæmi sín. Hvað lærdóminn varðar, sem sjallar mættu temja sér, er ég þér sammála að þeir mættu temja sér nokkra auðmýkt - að sama skapi mættu þeir sem boða nýtt Ísland hafa í huga að sjallar eru hluti af þessari þjóð og þeir hafa sitthvað um framtíðina að segja einnig. Það hlýtur að teljast öfugmæli ef dæma á hluta þjóðarinnar í hugmyndafræðilegan skammarkrók og án raddar í þeim breytingum sem margir kalla eftir.
Eftir að hafa "hlustað" á rödd þeirra sem hafa tjáð sig hér og styðja hústökufólkið hlýt ég að efast um að verkefnin sem fyrir þessari þjóð liggja geti nokkurn tíma náðst sátt um. Reyndar átta ég mig ekki á hvað rekur fólk til þess að tjá sig með orðbragði sem sækir í lægstu hvatir mannlegrar tilvistar.
Eins og gefur að skilja er ég ekki sammála greiningu þinni á hvað olli hruninu hér en þó verð ég að segja að það er mikil einfeldni að halda því fram að það hafi verið í boði Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar ber hann pólitíska ábyrgð, umfram aðra flokka, og þess mun sjást sterk merki í kosningunum að viku liðinni. Þó verður að hafa í huga að flestir flokkar stóðu að baki einkavæðingu bankanna, þ.á.m. kratar.
Átti VG búsáhaldabyltinguna (?) ... og ef ég er að halda því fram, er það hroki og fordómar? Ég lít svo á að VG hafi verið leiðandi í þeirri baráttu, eins og fjölmörg dæmi sanna. Að sama skapi var stór hluti þjóðarinnar reiðubúinn til þess að ljá byltingu þeirra lið, þó svo að VG vilji ekki kannast við leiðsögnina, en til þess að sýna fulla sanngirni má vitanlega segja að byltingin hafi verið í boði óreiðumanna á meðal útrásarvíkinga og bankamanna.
Það er ekki oft sem maður rekst á einstaklinga, sem vilja kenna sig við jafnaðarmennsku, líkt og þú gefur þig út fyrir að aðhyllast, sem virðast lausir við sjálfbirginshátt krata. Hver veit nema þitt húnverska kyn ráði þar nokkru um. Sjálfur sæki ég þangað nokkuð af mínu erfðamengi.
Það samspil frjálshyggju og félagshyggju sem leggur grunn að okkar pólitísku sannfæringu er sífellt átakaefni dægurmálanna. Við skulum gefa hvoru tveggja færi á að leiða okkur til betri framtíðar. Um leið og ég þakka þér fyrir skynsöm og vel meinandi orð vil ég að sama skapi óska þér velfarnaðar í þínum verkefnum.
Ólafur Als, 18.4.2009 kl. 04:48
Þetta er allt saman gott og blessað en hvers vegna í ósköpunum eru aktívistar sí og æ að flagga Palestínufánanum?
Tóku ekki gyðingar óræktað land araba og gerðu úr því gósenland? Svolítið eins og þið ætluðuð að gera með húsið.
Ættuð þið ekki frekar að flagga fána Ísraels?
marco (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.