7.6.2010 | 23:29
Pant vera í Samfylkingunni ...
Sú sérkennilega staða er komin upp í stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að Samfylkingin er við stjórn í þeim öllum. Sérkennileg, m.a. vegna þess að flokkurinn sá tapaði manni eða mönnum í þeim öllum þremur; Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 55% landsmanna og þó svo að Samfylkingunni hafi verið hafnað í öllum stóru sveitarfélögunum (Akureyri meðtalinni) hafa aðstæður verðlaunað þá ríkulega.
Í landsmálunum sitja þeir einnig við völd, nú í þriðju ríkisstjórninni í röð, ef allt er talið, og þó svo að ríkisstjórnin sé rúin trausti situr hún sem fastast. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú, að það sé gott að vera Samfylkingarmaður.
![]() |
Lúðvík áfram bæjarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skyldu þeir halda áfram að segja að slæmt ástand sé öllum öðrum að kenna? Líklega má svara þessari spurningu játandi en hversu lengi ætli flokkurinn geti bent á aðra???
Guðmundur St Ragnarsson, 8.6.2010 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.