4.8.2010 | 16:22
Bjargráð ráðherrans á örlagastundu
Félagsmálaráðherra vill með þessum gjörningi bjarga starfi sínu. Líklega mun honum takast það, enda hafa kratar sérstakt lag á því að sjá í gegnum fingur sér á eigin mistökum. Hann mun því njóta stuðnings flokks síns og samráðherra úr samfylkingunni.
Vg mun ekki gera veður útaf þessu máli, nema hætta á frekari stirðleika í stjórnarsamstarfinu. Með ráðningu á konu slær ráðherra jafnréttismála að nokkru vopn úr höndum gagnrýnenda sinna en eftir sem áður situr hann uppi með skömmina að baki fyrstu ráðningunni. Það mun ekki velkjast fyrir honum.
![]() |
Ástu boðið starfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.