Drepfyndinn stækkunarstjóri - húmorslausir landar

Pierre Lellouche lýsir því hátíðlega yfir að Íslendingar verði ekki þvingaðir til neins. Hvernig á að bregðast við yfirlýsingu af þessu taginu? Á maður að þakka fyrir sig ... eða, fyrir hönd þess fjórðungs þjóðarinnar, sem vill inn í Evrópuréttina, skæla? Að vísu munar Evrópusambandinu ekki um að hóta Íslendingum alls kyns þvingunum og ofbeldi þegar færi gefst, sbr. Icesave og veiðar á flökkustofnum sem leita inn á Íslandsmið.

Stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, virðist fara með gamanmál þegar hann segir skorta hlutlausar upplýsingar um ESB og stjórnmál þess - væntanlega á Íslandi. Vitanlega er það svo að fjölmargir eru ánægðir með störf ESB víða um lönd; Danir t.d. eru yfir sig ánægðir með dvöl sína þar inni, svona til staðfestingar á að þeir tilheyri kjarna Evrópu. Þeir horfa framhjá göllum stjórnsýslunnar innan sambandsins, fá reyndar fáar upplýsingar þar að lútandi frá afar ESB-hollri fjölmiðlun þar í landi og víðar í Evrópu.

Evrópusambandið heldur uppi öflugri PR-deild sem sér til þess að fjölmiðlar birti ekki of margar neikvæðar fréttir af málum þar inni. Það er ekki fjallað um ofurlaunin og fríðindin sem fylgir því að sitja á þingi ESB né að vera á meðal háttsettra embættismanna. Þau fara ekki hátt öll mistökin í stjórnsýslunni, við stjórn efnahagsmála, framleiðslu í landbúnaði og stjórnun fiskveiða, svo nokkuð sé talið. Hækkun launa þeirra og fríðinda um síðustu áramót í miðri kreppu, hvar embættismenn aðildarríkjanna tóku víða á sig launalækkanir, var lítið í umræðunni enda var hún samþykkt möglunarlaust.

Evrópusambandið hefur um nokkurt skeið kostað áróður hér á landi en fyrir dyrum stendur að auka þá starfsemi. Þeir kalla það eflaust, líkt og stækkunarstjórinn, að miðla hlutlausum skoðunum. Og svo er til fólk sem segja að embættismenn kunni ekki að fara með gamanmál. Verst er þó að til er hópur fólks hér á landi sem telur þetta grín embættismanna ESB vera alvörumál. Hvað á að segja um slíkan hóp annars vel hugsandi manna; karla og kvenna? Að þeir þjáist af skorti á húmor? 

 


mbl.is Gætu „tekið Noreg á þetta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband