9.1.2008 | 12:21
Tilfinningasemi annarra en okkar sjálfra
Forvitnilegt að skoða sumar færslurnar í bloggheimi vegna mögulegrar samúðar sem fyrrum forsetafrúin kunni að hafa fengið útá grátklökk ummæli. Mögulegt er að tilfinningasemi frúarinnar hafi blásið eldmóði í hennar fólk og utanaðkomandi séð hana í breyttu ljósi. Ekki veit ég. Hins vegar þykir sumum Íslendingum mikils vert að narta í bandaríska þjóð fyrir vikið. 65 ára gömul kona á Húsavík segir m.a.: "Haldið þið virkilega að tárin hafi virkað?
Jú auðvitað þetta er jú í Ameríku, ..." og fleira mætti nefna.
Þeir sem til þekkja vita, að kosningarnar vestanhafs eru jafnframt kosningar um persónur. Upplag fólks, útgeislun og almenn framkoma hefur hér áhrif, nokkru meira en t.d. á skerinu okkar. Þrátt fyrir þetta er ósjaldan rætt um persónueinkenni manna heima og er nærtækast að minnast eilífra ummæla um brosleysi Halldórs Ásgrímssonar. Einhverju sinni tók maðurinn upp á því að brosa í sjónvarpi og þjóðinni var létt, Harðir andstædingar brostu jafnvel með karlinum (talandi um tilfinningasemi ...) og svei mér ef hann hafi ekki reddað kosningunum 2003 út á fáeinar brosviprur.
Við erum tilfinningaverur á köflum, Íslendingar sem aðrir, en sýnum það á misjafna vegu. Vera má að innibyrgt kaldlyndi sumra leyfi ekki umburðarlyndi gagnvart tilfinningasemi annarra þjóða. Heldur kysi ég nú tilfinningasemina umfram kaldlyndið.
Gáfu tárin Clinton byr? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.