Hið fallega bros Laugavegar

Í Silfri Egils var rætt um hús á Laugaveginum sem nú á mögulega að vernda, þvert ofan í fyrri samþykktir og áralangan undirbúning um uppbyggingu. Húsin sem um ræðir eru nr. 4 og 6. Hvað sem segja má um fegrunaraðgerðir á Laugaveginum og átök um skipulag er ljóst að ef líkja á Laugaveginum við tanngarð er viðgerða þörf. Ef stjórnmálamenn telja Laugaveginn hafa yfir sér heildarútlit sem má verja er fegurðarskyni þeirra ábótavant í besta falli en veruleikaskyn verulega skert í versta falli.

Nú standa yfir miklar byggingaframkvæmdir við höfnina í Reykjavík og fyrir liggja hugmyndir Landsbankans og fleiri um frekari uppbyggingu í miðbænum. Hvað Laugaveginn varðar ætla afturhöldsöflin í landinu að sjá til þess að "bros" Laugavegarins minni enn um sinn á níræðan útigang. Með því að gefa ljótleikanum virðulegan titil og fjalla um heildarsýn Laugavegar, eins og menn viti hvað þeir eru að tala um, er tímabundið hægt að slá ryki í augum fólks - en þegar rykið sest stendur afturhaldspúkinn eftir, nakinn, líkt og klæðalausi kóngurinn í ævintýri H.C. Andersen. Nú er bara að bíða barnsins sem opnar augu almennings fyrir vitleysunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband