Æi, hvenær munu borgaryfirvöld læra?

Hvenær ætla yfirvöld í Reykjavík að bregðast við kalli skynseminnar um að stuðla að e.k. heildarmynd miðborgar og helstu verslunargötu og um leið hafa að leiðarljósi fegurðarskyn sem sækir í sumt gamalt og gott, jafnvel klassískt eða þá séríslenskt og annað nær nútímanum. Bolli og Svava í versluninni Sautján byggðu til að mynda fallegt hús ofarlega á Laugaveginum með það í huga að byggja upp heillega og fallega götumynd og tókst vel upp. Laugavegurinn þarf ekki að vera allur eins. Honum má skipta upp í minni einingar en innbyrðis þyrfti hver eining að hafa samhæfða rödd og líta vel út: hafa aðdráttarafl fyrir bæði eigendur og vegfarendur (viðskiptamenn).


mbl.is Skyndifriðun beitt á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjónarmiðin sem þú bendir á þarna eru einmitt sjónarmiðin sem borgaryfirvöld hafa haft að leiðarljósi við uppbyggingu í miðbænum síðastliðin ár. Niðurrif/fjarlæging húsa er leyfð á allnokkrum lóðum í miðbænum og átti það við um þessi hús. Borgarstjórn hafði ákveðið á fjarlægja húsin á sinn kostnað og koma þeim fyrir annars staðar, og þannig leyfa byggingu hússins sem fyrirhugað var

Húsafriðunarnefnd ríkisins tekur aftur á móti þessa nýju ákvörðun og vill að húsin verði áfram á sama stað. Húsafriðunarnefnder ótengd borgaryfirvöldum og nú á menntamálaráðherra að ákveða hvað á að gerast.

Ásþór Ásþórsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Ólafur Als

Takk fyrir svarið Ásþór. Hér, hins vegar, er þörf á mun styrkari hendi og metnaðarfyllri framtíðarsyn. Hví ekki að taka rækilega í gegn tiltekin svæði, skref fyrir skref. Stuðla að hugmyndasamkeppni, virkja einstaklinga og fyrirtæki, ríki og sveitarfélag? Hús hafa verið byggð í miðbænum og í nágrenni sem hafa lítið sem ekkert skylt við arkitektúr og útlit umhverfi síns og enn eru menn að, sbr. sum húsin í Skuggahverfinu. Það er beinlínis skylda sveitarfélags að hafa hönd í bagga með útlit miðborgarinnar og helsta umhverfis hennar. Hvar er fegurðarskyn fagfólksins og þeirra sem láta sig þessa hluti varða? Hvar er metnaðurinn og krafturinn? Ég held að við megum öll skammast okkar.

Ólafur Als, 14.1.2008 kl. 17:47

3 identicon

Á meðan þetta fólk eyðir peningum í að rífast um hvort þessir hjallar eigi að standa eða ekki þá hrörna hér hús í tugatali því ekkert eftirlit er með útliti borgarinnar til að fyrirbyggja svona vitleysu. Ekkert. Hér er krotað á hús án þess að neitt sé gert til þess að stöðva það, hús standa tóm árum saman án þess að neinn skipti sér af, rusl safnast saman á götunum og í bakgörðum, tyggjóklessur liggja klesstar út um allt. Reykjavík er að verða ein sóðalegasta borg norðursins. Að halda því fram að hér sé einhver umhverfisstefna er hlægilegt. Maður er orðin dauðþreyttur á aðgerðarleysi og þessu endalausa hjakki fram og aftur um hvað eigi að gera. Hvað er þetta að kosta okkur? Nefnd ofan á nefnd til að taka fáránlegar ákvarðanir. Það er bara ekki hægt að gera öllum til geðs. Það er ekki hægt að friða allt, halda öllu eins og það var, eða rífast um smáatriðin. Hvernig væri, eins og þú segir Ólafur, ef að stefnan væri sett, ákvarðanir teknar og það væri svo staðið við það, hvað sem raular og tautar. Þessir kofagarmar eru hvorki "íslenskir" að sjá, né fallegir. Það er eitt að friða hús sem að bera einhver kennimerki, hafa eitthvað ákveðið look sem að einkennist af menningunni, en þetta eru bara ljótir og illa farnir kassar.

Lind (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:07

4 identicon

dauðþreyttur = hundleiður

lind (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband