Markvarslan okkar dragbítur!

Hvað var það sem Logi sagði? Markvörðurinn varði rétt í þessu, best að klappa fyrir honum ... ? Eitthvað í þá veru alla vega. Ef markvarslan batnar ekki eigum við ekki séns á móti Svíum. Svo einfalt er það. Sóknin heldur liðinu uppi sem stendur en á móti betri vörn er ekkert annað ráð en að bæta eigin vörn og markvörslu.


mbl.is Öruggur sigur Íslands, 33:28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér finnst furðulegt þegar leikmenn landsliðsins eru að tjá sig að markvarslan verði veikleiki. Það væri svipað og markmennirnir segðu að þeir hefðu mestu áhyggjur að óli stef skoraði ekki úr dauðafæri 

skoðun (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Berglind Hermannsdóttir

Nú verð ég að vera ósammála...

Birkir Ívar varði eins og sannur meistari í kvöld! Hann varði hvert skotið á fætur öðru... Hreiðar stóð sig líka í vel, og í gær var hann magnaður. Mér finnst vörnin hafa þést mjög mikið síðan á HM á seinasta ári...  

Berglind Hermannsdóttir, 14.1.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Ólafur Als

Takk Einar, rétt skal vera rétt. Sigurleikina sem slíka var ég ekki að gagnrýna, heldur skort á markvörslu - sem hefur á stundum komið í veg fyrir frekari árangur á stórmótum. Hér er ekki verið að gera lítið úr góðum drengjum heldur benda á staðreyndir. Við höfum lengi haft útileikmenn í fremstu röð en skort markmenn í sama gæðaflokki. Hve lengi hefur ekki verið rætt um nauðsyn þess að leggja frekari áherslu á þjálfun markvarða á Íslandi? Nú erum við að halda á sterkasta mót sem til er í handboltaíþróttinni og ef við viljum vera á meðal hinna bestu komast menn ekki undan gagnrýni á það sem betur má fara. En svona er það bara, enn um sinn þurfum við að búa við þetta ástand.

Ég mun sitja fyrir framan sjónvarpið næstkomandi fimmtudag og óska mér einskis annars en að drengirnir slái Svía, ég legg jafnvel svo mikið í þessa ósk mína að þeir mættu tapa næstu tveimur leikjum, einungis ef Svíar yrðu lagðir.

Ólafur Als, 14.1.2008 kl. 21:58

4 identicon

Þvlík og önnur eins klisja.

Úlfur (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Ólafur Als

Úlfur: þér er meira en velkomið að tjá þig, sérstaklega ef þú ert ekki sammála!

Ólafur Als, 14.1.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband