Frakkar héldu áfram uppteknum hćtti framan af síđari hálfleiks og komust í átta marka forystu. Er á seinni hálfleik leiđ gáfu Frakkar eftir og Svíar náđu ađ laga stöđuna. Greinilegt er ađ Frakkar sakna vinstri handar skyttu en allar ađrar stöđur eru frábćrlega mannađar. Í andstreymi virtust Svíar aldrei gefast upp og dómgćslan var ef eitthvađ er ekki ţeim hagstćđ. Rússnesku dómararnir leyfđu harđan varnarleik og var á köflum frábćrt ađ fylgjast međ fóta- og handavinnu frönsku varnarmannanna. Keyrt á fullu í nćr 60 mínútur en eins og áđur sagđi, gefiđ eftir í lokin og ef ég fer rétt međ ekki skorađ síđustu 9 eđa 10 mínúturnar.
Sćnsku ţulirnir eru eilítiđ á nálum fyrir leikinn viđ Slóvaka en ţykjast vissir um öruggan sigur Frakka á móti Íslendingum ef Frakkarnir spila á fullu. Ef Slóvakar tćkju upp á ađ sigra Svía á morgun er stađan vćnleg fyrir okkur en allt eins víst ađ Svíarnir nái ađ hamra stáliđ sitt fyrir átökin á morgun. Sóknin ţeirra var alls ekki slćm, franska vörnin var bara betri og jafnan skrefi á undan sćnsku sóknarmönnunum. Svensson sýndi gamla takta í seinni hálfleik og átti sinn ţátt í ađ Svíar unnu hálfleikinn međ einu marki. Nokkuđ sá á sćnsku leikmönnunum í átökum viđ andstćđingana og kann ţađ ađ setja mark sitt á ţá í leiknum á morgun.
Ef Íslendingar ćtla sér sigur gegn Frökkum verđur ađ spila af fullri hörku allan leikinn og aldrei gefast upp, sérstaklega ef illa gengur á kafla. Ef menn trúa ekki á eigin ágćti er leikurinn fyrirfram tapađur - nema Frakkar vanmeti okkur og telji leikinn formsatriđi. Viđ skulum ekki treysta á slíkt glópalán.
Guđjón Valur: Batamerki á leik okkar | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.1.2008 kl. 10:48 | Facebook
Athugasemdir
Góđ umfjöllun hjá ţér
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 22:06
Kćrar ţakkir, Gunnar. Ekki úr vegi ađ leyfa landanum ađ fylgjast međ gangi leikja ...
Ólafur Als, 19.1.2008 kl. 22:23
Já, Frakkar eru sterkir. Líklegir em meistarar held ég.
En Svíar vinna Slóvaka hlýtur ađ vera. Annađ vćri eitthvađ skrítiđ. Og Ísl. eiga ekki séns í Frakkana. Ekki séns. Ţó útkoman úr Slóvaka leiknum hafi óneitanlega veriđ ágćt (sérstaklega athyglisverđur fyrri hálfleikur) ţá var leikurinn liđsins ekkert til ađ hrópa húrra fyrir í sjálfu sér. Slóvakarnir klúđruđu svoleiđis málum ađ varla hefur annađ eins sést í langann tíma. Gáfu Ísl. hrađaupphlaup trekk í trekk. Auk ţess sem mér fannst dómararnir ekkert velviljađir Slóvökum.
Ţannig ađ ţeir fara áfram međ 0 stig sko. Ţađ bara er ekki nógu gott og má segja ađ ţeir fari áfram til málamynda. En auđvitađ getur mađur sagt sér sjálfur ađ ákaflega ólíklegt er ađ Ísl. vinni Svía eđa Frakka á ţessum áratugum á stórmótum. Ţađ er mjög ólíklegt en samt er alltaf möguleikinn til stađar. En í ţetta skipti (miđađ viđ tvo undanfarna leiki) er nánast óhugsandi ađ Ísl. vinni Frakka.
Bjarki (IP-tala skráđ) 20.1.2008 kl. 01:43
Var ađ hlusta á einhversskonar söngvakeppni í Sjónvarpinu. Hrćđileg lög og skelfilega međvirkir dómarar sem eru skođanalausir og vinir vina sinna!
Kristján (IP-tala skráđ) 20.1.2008 kl. 11:39
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.