Hví ekki?

Hver eru "eðlileg" viðbrögð við hundruðum eldflaugaárása, sem einfeldningar á Íslandi vilja líkja við rakettusýningu á þrettándanum? Eldflaugarnar geta náð allt að 22 km inn fyrir landamærin, auk þess sem leyniskyttur á Gaza eru aldrei langt undan. Getur utanríkisráðherrann upplýst okkur um viðeigandi viðbrögð við þessar aðstæður? Hvernig eiga stjórnvöld í Ísrael að þrýsta á Hamas, með viðeigandi hætti, og fá þá til þess að stöðva árásirnar; samtök sem hafa það á stefnuskrá sinni að eyða Ísraelsríki?

Hvers vegna þrýstir ekki utanríkisráðherra á yfirvöld á Gaza að stöðva eldflaugaárásirnar, sem suma mánuði eru á annað hundraðið og jafnvel meira nú í janúarmánuði? Gæti verið að slíkt myndi um síðir hafa áhrif á Ísraelsmenn og þessari eilífðarvél blóðugra átaka og hörmunga? Er ekki málið að Hamas-menn varðar meira um blóðuga baráttu við Ísrael en velferð og hag eigin borgara?


mbl.is Skelfilegt ástand á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÉG skil alveg hvað þú ert að segja það er alveg fullkomlega eðlilegt að refsa þjóðarbroti vegna aðgerða stjórnvalda landsins þetta hefur verið gert í fjöldamörg ár svona eins og er gert á Kúbu. Alveg fullkomlega eðlilegt og bara mannúðarlegt. ég skil ekki enn afhverju fólk getur verið svona pirrað BARA út af því að landinu þeirra var stolið á sínum tíma?

Þú ættir aðeins að kynna þér ástandið þarna og söguna betur... 

Grímur (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Ólafur Als

Grímur, hvaða sögu ertu að vitna í? Hver er BARA svona pirraður? Eigum við að ræða tilverurétt Ísrael? Kanntu að nefna einhverjar "mannúðlegar" aðferðir sem gagnast í stríðsátökum? Hvað telur Grímur hinn upplýsti að muni stuðla að friði fyrir botni Miðjarðarhafs?

Ólafur Als, 21.1.2008 kl. 16:44

3 identicon

Ég veit nú ekki hvernig þú varst alinn upp en það að refsa hellu þjóðarbroti fyrir það sem hryðjuverkasamtök eru að gera finnst mér nú bara vera rangt.

Og það er ekki Ísraelsríki sem á að vera taka á þessu máli eitt heldur Palestínsk stjórnvöld

Grímur (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 17:32

4 Smámynd: Ólafur Als

Nei, ekki var ég alinn upp við fætur blóðsúthellinga og finnst ávallt einkennilegt að heyra Íslendinga, sem ekki hafa kynnt sér sögu átaka þessa svæðis, hafa svo fjálglegar hugmyndir um hvernig skilgreina á "eðlileg" viðbrögð í stríðsátökum. Ekki væri úr vegi að heyra frá þér, Grímur, hvað er til ráða og hvernig Hamas-stjórnin á að taka á hryðjuverkum, sem hún sjálf er aðili að? Hér er um að ræða stjórn sem borgarar á Gaza hafa stutt til valda. Sem fyrr er Hamas liðum nokk sama um afdrif eigin borgara, öllu skal fórnað á altari hugmyndafræði sem kallar á eyðingu Ísraels og útrýmingu Gyðinga? Ég spyr enn og aftur; hvað er til ráða?

Ólafur Als, 21.1.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var sorglegt að heyra um þessa fimm, sem létust á sjúkrahúsum á Gaza vegna rafmagnsleysisins, en trúlega er þetta samt aðferð, sem reyna má, því að nú fá íbúarnir alvarlegt umhugsunarefni: hvort þeir í alvöru vilji umbera Hamas, jafnvel bera þau samtök á höndum sér, sama hvernig þau haga sér, eða hvort hreyfing friðsamra borgara tekur frumkvæðið að hrista af höndum sér þessum árásargjörnu samtökum, sem bjóða aðeins heim gagnárásum 'óvinarins' og nú allsherjar-rafmagnsleysi. Takk fyrir pistilinn, Ólafur.

Jón Valur Jensson, 21.1.2008 kl. 17:54

6 identicon

Hamas Samtökin eru ekki við stjórnvöldin í Palestínu þau voru að vísu kosin meirihluti árið 2006 en meðlimum Hamas samtakana var skipt út fyrir flokksmenn Fatah hreyfingarinnar á þinginu um mitt árið 2007 og Hamas hreyfingin var gerð útlæg af Mahmoud Abbas.

Hamas samtökin gerðu reyndar marga mjög góða hluti á þeim stutta tíma sem þau voru við stjórnvöldin, endurbætur í heilbrigðis og menntamálum og um tíma var alveg hægt að trúa því að friður væri kominn til að vera og loks gátu einhverjar endurbætur milli þjóðanna hafist en svo varð því miður ekki.

Samtökin eru ekki einungis að skaða Ísraela heldur einnig Palestínubúa. Mér finnst eins og þú sért ekki að átta þig á því að Íbúar Gaza Svæðisins eru saklaust fólk bara nákvæmlega eins og ég og þú vilja bara geta labbað úti á götu án þess að eiga á hættu að vera skotinn niður hvort sem það er af ísraelskum hermanni eða Hamasmeðlimi.

...mér finnst það engin lausn að loka inni saklausa borgara...

Jón þú talar um hreyfingu friðsamra borgara! hvaða borgari ætti að hætta sér út í ástand eins og það er þarna ef það væri einhverjir klikkhausar með byssur í Breiðholtinu og það væri búið að setja Breiðholtið í einangrun þá myndi ég ekki hætta mér út. ég myndi loka mig inni í kjallara með fjölskyldunni minni og bíða þangað til þessu líkur og vonast eftir því að Stjórnvöld myndu gera eitthvað til að hjálpa mér.

ÉG held að í framtíðinni mun vera friður þarna sérstaklega þar sem gömlu hundarnir Arafat og Sharon eru dauðir og unga kynslóðin í palestínu og Ísrael vilja bara lifa í friði.

Grímur (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 23:00

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur trúlega rétt fyrir þér um þetta svar þitt til mín (næstsíðustu klausuna), Grímur. En væntanlega gæti andstaðan við Hamas smám saman unnið á í kosningum, þ.e.a.s. ef tryggt er, að þær verði ekki falsaðar af þeim sem njóta valds byssuhlaupsins.

Jón Valur Jensson, 22.1.2008 kl. 03:08

8 Smámynd: Ólafur Als

Grímur, Hamas tók við stjórn Gaza á sínum tíma (júní 2007, ef rétt er farið með). Á hvaða tímabili gastu gert thér vonir um, Grímur, að friðvænlegra horfði í samskiptum Ísraela og Palestínumanna undir stjórn Hamas? Bíddu, lögðu menn til hliðar helsta baráttumál sitt um að eyða Ísraelsríki? Ertu e.t.v. einn þeirra sem trúir ekki svona draugasögu? Stjórn Hamas á Gaza kom m.a. til vegna vinsælda Hamas þar. Að segja íbúa saklausa þar, eins og málið væri þeim óskylt, er mikil einföldun, en víst er að fjöldi saklausra einstaklinga eru fórnarlömb átakanna, beggja vegna landamæranna. Annars getum við haldið þessu lengi áfram; vonandi munu friðsamleg öfl Palestínumanna verða ofan á, sem myndi sjálfkrafa leiða til stofnunar ríkis Palestínumanna. Heimsbyggðin bíður eftir slíku og það gera vonandi ég og þú.

Ólafur Als, 22.1.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband