Frakkar tóku Þjóðverja í kennslustund

Hvað skal segja um leik sem þennan? Þjóðverjar voru frá fyrstu mínútu yfirspilaðir af frísku liði Frakka, sem voru ekki á því að tapa öðrum bronsleiknum á stórmóti í röð. Þjóðverjar höfðu ekkert svar við öflugum varnarleik Frakka með hinn sterka Omeyer að baki vörninni, Frakkarnir stálu boltanum margoft og skoruðu í kjölfarið úr óteljandi hraðaupphlaupum. Eftir 9 marka forystu í hálfleik, 18:9, var ekki spurning hvoru megin sigurinn lenti og frönsku leikmennirnir gengu brosandi til leikhlés.

Í síðari hálfleik héldu Frakkar áfram að valta yfir andstæðingana og komust tvisvar 13 mörkum yfir. Eftir það slökuðu þeir verulega á, sérstaklega í vörninni, og minni spámenn fengu að spreyta sig. Frakkarnir tóku lífinu með ró og fóru í gegnum seinni hálfleikinn með bros á vör, sigurvissir, því Þjóðverjarnir höfðu engin svör. Af nokkurri vorkunnsemi, má segja, leyfðu Frakkar Þjóðverjum að klára seinni hálfleikinn með einungis einu marki í mínus og samtals tapi með 10 mörkum.

Fyrirfram bjóst ég við Frökkum í úrslitaleiknum, þar sem ég er ekki viss um að Danirnir hefðu staðist þeim snúninginn. En svona er handboltinn, plástraðir og þjakaðir Króatar munu innan skamms takast á við danska beikonið en allt eins víst að þeir nái ekki að sporðrenna því. Hér í Danmörku ríkir mikil eftirvænting enda Danir í fyrsta sinn í úrslitum stórmóts í handbolta karla, eða allt frá því að Danir töpuðu úrslitaleiknum árið 1967, 11:14, á móti Tékkum í heimsmeistarakeppninni.


mbl.is Frakkar völtuðu yfir Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar voru Þjóðverjar með varaliðið, vantaði 4 menn í byrjunarliðið v/meiðsla. En franska liðið er það besta í heimi í dag, þótt þeir hafi ekki komist í úrslit. Kveðja

Eiríkur (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Ólafur Als

Jú, það vantaði varnartröllið Roggisch og Veleky datt t.d. snemma út úr keppninni. Munar um minna! Franska liðið vantaði líka sinn sterkasta mann hægra megin í sókninni, sem kostaði væntanlega úrslitaleikinn fyrir Frakkana.

Ólafur Als, 27.1.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband