10.2.2008 | 11:05
Huckabee og Obama heilla flokksmeðlimi ...
Ef ekki væri fyrir s.k. super delagates, væri Barack Obama í forystu hjá Demókrötum. Hann hefur fengið til þessa 908 fulltrúa á móti 877 fulltrúum Clintons í beinni hlutfallskosningu. Ofurfulltrúarnir eru hins vegar mun fleiri hjá Clinton og því leiðir hún kapphlaup þeirra Obama, 1.100 á móti 1.039. Ofurfulltrúar eu ekki kosnir beint, heldur samanstanda þeir af háttsettum flokksmeðlimum, þingmönnum o.s.frv. Þeir geta tilnefnt hvaða frambjóðanda sem er og eru einungis háðir eigin samvisku. Eins og staðan er nú er sennilegt að forval Demókrata verði það jafnt að ekki ráðist fyrr en á landsþinginu í ágúst hver verður útnefndur.
Í hinum lokuðu prófkjörum Repúblikana í gær stóð Huckabee sig vel, enda höfðar hann betur til harðra íhaldsmanna innan flokksins, baklandsins að kalla má. Hins vegar dugar það ekki Huckabee að sigra restina, hann yrði eftir sem áður á eftir McCain, sumpart vegna þess að ekki eru öll ríkin "winner take all" sem eftir eru. Nú velta menn fyrir sér varaforsetaefnum og góð staða Huckabee hjá kjarnanum í flokknum gæti mögulega fært hann nær því. Barátta þeirra McCain og Huckabee einkennist af vinskap, sem skemmir jú ekki. Til þessa hefur Huckabee einungis safnað tæpum 9 millj. dollara á móti á annað hundra millj. hjá bæði Obama og Clinton og rúmum fjörutíu hjá McCain.
Obama sigraði í þremur ríkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.