Obama valtaði yfir Clinton um helgina

Obama náði að sigra í öllum fjórum forvölum Demókrataflokksins nú um helgina og er nú í forystu um kosna fulltrúa,986 á móti 924 fulltrúum Clintons. Sem fyrr eru nokkuð fleiri ofur fulltrúar sem styðja Clinton og því leiðir hún í heildartölu fulltrúa, en naumlega þó, 1148 á móti 1121. Búist er við að Obama muni sigra í næstu forvölum í Maryland, Virginíu og höfuðborginni (168 fulltrúar samtals) og leiða í heildarfulltrúatölu. Spurningin er hvort hann geti strítt Clinton í Ohio og Texas, en Clinton hefur lagt megin áherslu á þau stóru ríki. Meðbyr Obamas þessa dagana gæti hins vegar eyðilagt þá áætlun Clintons enda hefur hún nú þegar skipt út kosningastjóra sínum, Solis Doyle fyrir Maggie Williams. Að auki má nefna að Obama hlaut nú um helgina Grammy verðlaun.


mbl.is Obama sigraði í Maine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband