Eru allir að missa vitglóruna í Reykjavík?

Bíddu, ætlar minnihlutinn nú að hefja samstarf við Ólaf F. til þess að koma Sjálfsæðisflokknum frá? Ætlar vitleysunni í Reykjavík engan endi ætla að taka? Er ekki nóg að Vilhjálmur átti sig ekki á pólitísku gjaldþroti sínu, ætlar fyrrum heilög Svandís nú að iðrast að hafa ekki farið í samstarf með Sjöllum og bjóða manninn með vottorðið uppí sæng til sín? Hvernig getur konugreyið ætlast til þess að núverandi borgarstjóri hugleiði samstarf eftir það sem á undan er gengið - og það sem hann hefur þurft að heyra um sig úr ranni vinstri manna?

Ef það er rétt að borgin reki á reiðanum er einungis um eitt að ræða, en það er að boða til kosninga. Eins og gefur að skilja mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki gangast undir slíkt nú, því honum er nauðsyn á að klára málið með hann Vilhjálm áður en langt um líður. Vilhjálmur er því miður rúinn trausti á meðal borgarbúa og sumpart einnig innan Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að Vilhjálmur verður ekki borgarstjóri að nýju. Spurningin er einungis hvernig honum verði leyft að hverfa frá sviðsljósi borgarmálanna og hvort honum takist það með einhverjum brag.


mbl.is Svandís: borgin á betra skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Bjarni minn, ef Svandís ætlar að taka yfir án Sjalla er enginn eftir nema Ólafur F. - það var nú öll lógíkin. Ég hef nú lesið svo margar útgáfur af falli og svo yfirtöku Tjarnarkvartettsins annars vegar og yfirtöku nr. 2 hins vegar, að þín útgáfa er sem dropi í haf þeirra spekúlasjóna allra. Hvað ágreining varðar má segja það sama um valdatöku nr. tvö. Í báðum tilfellum fór fram baktjaldaleynimakk og alls kyns réttlætingar, með tilvísunum í hvernig "aðrir" hegðuðu sér o.s.frv.

Ég ætla ekki að leggja siðferðis- eða fegurðarmat á hvor valdatakan var hinni æðri - breytir ekki óánægju minni með mitt fólk - en víst er að margir vinstri menn geta ekki með nokkru móti fundið að verkum síns fólks. Slíkan sjálfbirgingshátt hef ég alla jafna eignað jafnaðarmönnum. Ekki svo að skilja að slíkt hendi ekki okkur öll en jafnaðarmenn mega eiga það blessaðir að þeir eru öllum öðrum fremri í þeirri list að telja sig besta af öllum.

Ólafur Als, 11.2.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Ólafur Als

Bjarni - ég sé margt líkt með valtatöku 1 og 2 - í mínum huga ættu jafnvel vinstri menn að sjá það einnig - vonandi ertu ekki á meðal þeirra sem trúir öllu sem "þinn" maður (les: Svandís) segir en vantreystir öllum "öðrum". Ef þér líður betur með að valdataka 1 hafi verið eitthvað "hreinni" er það mér að kostnaðarlausu en að reyna að halda því fram að baktjaldamakk og "valdagræðgi" hafi ekki spilað rullu þar væri mikil einföldun.

Hvort meirihlutinn lafi veit ég ekki. Veit bara að Sjálfstæðismenn verða að leysa málið með Vilhjálm sem fyrst ef ekki á að fara illa. Síðan geta þeir vonast eftir að núverandi meirihluti komi vel frá málum út kjörtímabilið og að kjósendur muni horfa í það fremur en þátt þeirra í valdabrölti í borginni.

Er mér stætt á að gagnrýna enn eina mögulega valdatöku? Vitanlega, Bjarni, enda hef ég og ekki verið eini hægri maðurinn sem hefur fundid að báðum valdatökunum. Minna má nú sjá af skrifum mínum - og reyndar annarra.

Ólafur Als, 11.2.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband