11.2.2008 | 22:08
Gætir taugaveiklunar hjá Clinton?
Hin harða barátta á milli Obama og Clinton hefur tekið á sig forvitnilegar myndir. Nú er m.a. rætt um vægi eiginmanns og eiginkonu þeirra og hvernig þau hafa hjálpað í kosningabaráttunni. Michelle Obama, menntaður lögfræðingur frá Princeton og Harvard, hefur verið fús að gefa kjósendum innsýn í líf þeirra hjóna, m.a. til þess að brjóta upp staðalmyndir sem menn kynnu að hafa af karlinum. Hún er sögð fylgin sér og jafnvel harðari af sér en eiginmaðurinn. Bill Clinton er þekkt stærð og vel metinn hjá mörgum en hann hefur einnig reynst þrætugjarn og full harður í árásum sínum á Obama. Til þessa hefur aðkoma Bills ekki hjálpað upp á baráttuna fyrir Hillary, sem nú þarf að grípa til sterkra meðala á næstunni.
Jeb Bush, bróðir núverandi forseta og fyrrum ríkisstjóri í Flórida, er enn einn háttsettur Repúblikani, sem hefur lýst yfir stuðningi við framboð McCains. Hvað sem líður baráttu þeirra McCains og Huckabee er ljóst að sá fyrrnefndi mun fara með sigur af hólmi. Innan Repúblikanaflokksins er því þegar hafin vinna að því að sameina flokkinn að baki McCain, þrátt fyrir óánægjuraddir margra harðra íhaldsmanna - á meðan Demókratar eru á fulla að reyta fjaðrirnar af hvoru tveggja mögulegra frambjóðenda sinna. Hætta er á að það muni skaða flokkinn verulega er dregur að forsetakosningum í nóvember.
Clinton reynir að stöðva sigurgöngu Obamas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.